3 min read
Ég hef verið í viðskiptum í mörg ár, og hvert ár kemur með nýjar lexíur – eða minnir mig á þær gömlu á nýjan hátt. Þetta ár var engin undantekning. Hér eru 12 stærstu lexíurnar sem ég lærði bæði einkalífi og í viðskiptum:
1. Settu markið hátt – og ekki afsaka þig
Ekki allir munu standast kröfurnar sem ég hef sett, bæði persónulega og í rekstri, og það er allt í lagi. Þegar þú hækkar mörkin og staðlana, mun fólkið í lífi þínu annaðhvort gera slíkt hið sama, eða leiðir munu skilja. Að hækka staðla er nauðsynlegt ef þú ætlar að vaxa og ná markmiðum þínum.
2. Hugsaðu stórt og haltu draumnum lifandi
Láttu ekki núverandi aðstæður stoppa þig í að sjá það sem gæti orðið. Ímyndaðu þér hvað er mögulegt og hafðu hugrekki til að stefna þangað. Ég lærði að velja fólk í kringum mig sem deilir sýn minni og skilja við þá sem gera það ekki.
3. Árangur krefst vinnu – daglega
Ég trúi ekki á að mæta bara þegar mér hentar. Til að byggja upp öflugt fyrirtæki og líf sem ég elska, þarf ég að mæta til leiks daglega. Það er í stöðugleikanum og eljuseminni sem sannur árangur verður til.
4. Krefjandi tímar leiða til styrks
Áskoranir sem ég mætti í ár knúðu mig til að endurskoða og styrkja bæði sjálfa mig og reksturinn. Það sem virtist erfitt í byrjun reyndist að lokum verða ein mesta blessun ársins. Erfiðleikar eru oftast tækifæri til vaxtar.
5. Ég hræðist ekki lengur hvað aðrir segja um mig
Ég hef hætt að láta álit annarra stjórna mér. Ég stend með sjálfri mér og leyfi mér að lifa lífi mínu fyrir mig. Þegar við komumst á þann stað að vera sama þótt öllum líki ekki við okkur, fylgir því dásamlegt frelsi.
6. Fjárfestu í sjálfri þér
Á þessu ári fjárfesti ég í sjálfri mér, meira en áður – í námskeiðum, ráðgjöf og því að vera innan um fólk sem lifir í takti við mín gildi og markmið. Þetta hefur ekki aðeins styrkt mig sem einstakling, heldur einnig sem leiðtoga.
7. Vertu eigin leiðtogi
Að vera eigin leiðtogi þýðir að taka ábyrgð á sjálfri sér – á markmiðunum, draumunum og þeim venjum sem stuðla að árangri. Ég lærði að stjórna ekki aðeins ytri þáttum heldur líka innri hugsunum, og að setja sjálfri mér skýr mörk. Þegar við stjórnum eigin vegferð, getum við betur leitt aðra.
8. Nýsköpun er nauðsynleg
Það sem virkaði í gær virkar ekki endilega í dag. Ég lærði að halda fókusnum á markmiðinu en vera sveigjanleg í því hvernig ég nálgast það. Það er á breytingatímum sem mesta vaxtartækifærið liggur.
9. Ég vel að njóta lífsins
Ég dreymi stórt, skapa lífið sem ég vil og skapa meðvitað upplifanir sem næra mig. Þetta ár gaf ég sjálfri mér sérstaka afmælisgjöf – safaríferð til Afríku árið 2025. Ég hlakka til að upplifa kraftaverk náttúrunnar á framandi slóðum og halda áfram að ferðast um heiminn og njóta lífsins.
10. Að vera „empty nester“ opnaði nýjan kafla
Þegar dóttir mín flutti erlendis í nám, fann ég hvað það var tilfinningaþrungið fyrir mig, ég var uppfull af stolti en á sama tíma leið. Þetta hafa verið lærdómsríkir mánuðir sem gáfu mér tækifæri til að uppgötva nýja hlið á sjálfri mér og skapa rými fyrir nýjan kafla lífs míns.
11. Innsæið og æðri máttur eru mitt leiðarljós
Ég lærði að treysta á innsæið mitt og leita inn á við. Innsæið hefur leiðbeint mér í stórum og smáum ákvörðunum og kennt mér að fylgja því sem ég trúi á, jafnvel þegar rökin benda í aðra átt. Ennfremur hef ég fundið enn meiri þörf til að styrkja samband mitt við æðri mátt, hvort sem það er á andlegan eða trúarlegan máta.
12. Taktu skrefið
Á þessu ári opnaði ég Lífsþjálfaskólann, verkefni sem var bæði krefjandi og ótrúlega gefandi. Það að stíga fram með skýra sýn og ákveðni hefur verið ein stærsta lexían – því hugrekki til að framkvæma er það sem breytir draumum í veruleika.
🎯Lærdómurinn af þessu ári er skýr: Þegar við hækkum staðlana okkar, stígum fram sem eigin leiðtogar og látum innsæið leiða okkur, verður allt mögulegt. ✨