3 min read 3 Comments

English below ↓

Það sem skiptir mig miklu máli, er að hugsa vel um sjálfa mig, get ekki ítrekað nógu vel hversu mikilvæg sjálfsrækt er. Hef tekið saman nokkur ráð sem ég geri daglega og vonandi getur þú tamið þér þau líka. Væri gaman að heyra frá þér hvað þú gerir til að hugsa um sjálfa þig, með því að skrifa svar þitt hér fyrir neðan þessa grein. Hlakka til að lesa svörin.

 

 

RÁÐIN MÍN:
Taku frá tíma fyrir sjálfa þig á hverjum degi. Öll þessi atriði hér eru það sem ég geri flestalla daga ársins.

Hugleiðsla:
Það að hugleiða þarf alls ekkert að vera flókið, til að byrja með er nóg að setjast niður á rólegum stað í um fimm mínútur, draga andann djúpt inn í gegnum nefið og út aftur í gegnum nefið, 3-4 sinnum og sitja svo og leyfa huganum að róast. Allar hugsanir sem koma upp eru bara hugsanir, mundu það, þær eru ekki þú, hleyptu þeim í gegn án þess að stoppa við þær. Einblíndu á andardráttinn þinn og njóttu kyrrðarinnar, ein með sjálfri þér.

Grænn drykkur:
Borða eitthvað úr plönturíkinu daglega. Oftast er það græni drykkurinn minn sem ég er með á myndinni hér að neðan. Þú færð uppskrift af honum þegar þú skráðir þig á póstlistann minn, hér á heimasíðunni. Svo geturðu nálgast vinsæla prógrammið mitt 28 daga Heilsuáskorunog fengið uppskriftir af dásemdar súperdrykkjum, stútfullum af ofurfæðu. Til að panta prógrammið smellirðu hér.

Göngutúr:
Nauðsynlegt að hreyfa mig eitthvað alla daga. Ég nota skrefamæli og miða við 8-10.000 skref daglega. Það að ganga út í náttúrunni hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu, og ef þú átt hund eins og ég, þá er það nú aldeilis ástæða til þess að fara út og hreyfa sig.

Og mundu að í öllum erfiðleikum má finna lausnir til að bæta líf sitt.

 

-   -   -

It has become so important for me to take time for self care each and every day. Below you can find 3 of my daily rituals that I do to love and care for myself. I would like to hear back from you on this - what do you do to take care of yourself? If not on a daily basis, then on a regular basis? I look forward to reading your replies, below this article.

MY SELF CARE TIPS:
Take time for yourself everyday.
Here are 3 very important things that I do for myself each day. It is time to give yourself some love.

Meditation:
Meditation doesn't´t have to be complicated. To start (for beginners), find a quite place in your home where you can sit down and not be interrupted. Simply start with 5 minutes and gradually add time on. Take a deep breath through your nose and out through the nose again. Do this 3-4 times, let the mind quite down and just... relax. Focus your attention on your breath - is it heavy or light? Can you feel the air moving in and out? Focusing on something like your breath allows you to connect with your body, and the reality of the present moment. Any and all thoughts that will come up, are simply just that, thoughts! They do not define you. Let the thoughts travel through and don't stop to give them any attention. Simply let them go. Then re-focus on your breathing. This is your time to be kind to yourself. Enjoy your time alone, becoming connected with your body.

Green Smoothie:
I eat something from the plant kingdom daily. My favourite way to do so is with my Green Smoothie, which Iis my favorite! This is the same smoothie recipe as the one you received for signing up for my newsletter. You can find many more super-smoothie recipes in my 28 day health challenge by clicking here(currently only offered in Icelandic).

Move:
It's super important to move daily. I use a fitness tracker and my goal is to walk 8.000-10.000 steps a day, but never less than 8.000. It sure helps me to get moving, having a dog that is always ready to go out and play! Being out in nature is so very good for both mental and physical well-being. It is my favourite way to exercise.

And please remember that in all adversity we can find a useful lesson to make our lives a bit better.3 Responses

ueyltwerrv
ueyltwerrv

March 12, 2021

Muchas gracias. ?Como puedo iniciar sesion?

Margrét Krist.
Margrét Krist.

May 01, 2020

Búin að fara í gegnum 28 daga Heilsuáskorunina þína, það besta heilsuprógramm sem ég hef farið í gegnum. Eiginmaðurinn fór með mér í gegnum það og var mjög ánægður með það líka. Við erum byrjuð á annarri umferð á Heilsuáskoruninni þinni. Okkur líður báðum svo mikið betur og höfum losnað við samtals 7.5 kíló. Ég 4.5 og hann 3.

Björg S
Björg S

May 01, 2020

Sammála þessu, takk fyrir Linda. Elska græna „Lindudrykkinn" hann er partur af mínum lífstíl, þökk sé þér, þú yndislega kona.