3 min read 1 Comment

English below ↓

Ég fæ gjarnan fyrirspurnir í gegnum Instagram um ýmislegt og nýverið var ein þeirra um förðunar- og snyrtivörur sem ég nota og ákvað ég því að deila því með ykkur hér. Til að byrja með ætla ég að gamni að birta 3 uppáhalds farðana mína. 

Dagsdaglega nota ég ekki farða, ég hef hinsvegar alltaf lagt mikla áherslu á húðumhirðu. En þegar ég set á mig farða, vil ég hafa þá létta og þannig að húðin fái að „anda" í gegnum þá. Svo er auðvitað allt annað uppá pallborðinu þegar fagmanneskja, förðunarfræðingur farðar mig fyrir myndatöku, viðtal eða galaviðburð. Þá eru aðrar vörur notaðar til þess. En hér deili ég með þér 3 uppáhaldsvörunum sem ég á og nota þegar ég set á mig farða. 

YSL - Touche éclat le cushion
Ég vil alltaf eiga þessa vöru í snyrtitöskunni minni. Þetta er virkilega góður farði, léttur til miðlungs þekja og áferðin falleg. Svampur til að bera farðann á með fylgir með í þessari fallegu pakkningu.

CHANEL - Les Beiges. Water based tint
Þessi er í miklu uppáhaldi. Létt og náttúruleg áferð og mér finnst meira eins og ég sé að setja á mig létt serum heldur en andlitsfarða, enda ber ég þetta í raun og veru eins á mig, með höndunum. Virkilega fallega og létt áferð.

SENSAI - Bronzing gel
Litað og létt gel sem gefur húðinni frísklegt útlit, eins og maður hafi verið í sól.  Það var Karl heitinn Berndsen, vinur minn, förðunar- og hárgreiðslumeistari sem lét mig fá þessa vöru eitt sinn er ég var á leið erlendis að dæma í Miss World. Ég hef keypt mér hana reglulega síðan, nota andlitsbursta sem ég bleyti létt og ber gelið á með honum.

Hvaða vörur notar þú? Þú mátt gjarnan deila því með mér hér að neðan.

 -   -    

I get questions on my Instagram about all things but recently one of those questions was about which make up and skincare products I use. So I decided to share that with you here and to start with, I am telling you what are my 3 favorite foundations.

However on a daily basis I do not use foundation, but I have always put emphasis on my skincare routine. When I do want to put on foundation I like them to be light and to feel like my skin can „breathe“ through the product. But of course it is very different when a professional make up artist does my make up, for example, for photoshoots, interviews or soma gala event. Then different products are used as a foundation but here are the products I have in my personal beauty bag and use myself.

YSL - Touche éclat le cushion
This one is a must in my beauty bag. It has become a bit of a classic really and a part of my make up routine for years. It is light and creamy and gives a natural look. It has a bit more coverage, light to medium, but still feels light on the skin. It comes with a small sponge which I use to apply it with.

CHANEL - Les Beiges. Water based tint
I tried this one just recently and it has become a favorite. It doesn‘t feel like a foundation but more like I am putting on a light serum, but with added benefits. I put this on with my hands, just like I were putting on a serum. Love this one.

SENSAI - Bronzing gel
This light bronzing gel gives a really fresh and sunkissed look. My late friend Karl Berndsen, a master hair and make up artist, introduced me to this product a few years ago as I was going to be a judge for Miss World. Since then I have bought this one regularly, I use a facial brush, a bit damp and apply the gel to the face with it.

What products do you use? Please share it with me in the comments below.

 


1 Response

Petrína
Petrína

March 30, 2021

Shiseido foundation