7 min read 11 Comments

English below ↓

Flestar konur kannast við leitina að rétta planinu til léttast. Við erum gjarnan að vonast til að finna einhverja töfralausn sem hjálpar okkur að grennast en ég trúi því staðfastlega að ástæða þess að fólk er of þungt sé sú að það borðar meira en líkaminn þarf að nota sem eldsneyti. Við borðum gjarnan þegar við erum í raun ekki svöng og það er aðalvandamálið sem veldur því að við borðum of mikið og fitnum þarf af leiðandi.

Í ráðgjafastarfi mínu sem lífsþjálfi hef ég kafað ofan í það sem gerist í líkamanum þegar við erum líkamlega svöng og þegar við erum líkamlega mett sem og hvað á sér stað í huganum þegar við viljum borða mat til að fullnægja einhverju sem hefur ekkert að gera með líkamann.

Byrjum á svengd. Það er tvenns konar hungur - líkamlegt hungur og tilfinningalegt hungur. Annað er raunverulegt, vísindalegt og má leysa með því að næra líkama okkar með mat. Hitt er erfitt að henda reiður á, það er huglægt og er ekki hægt að leysa með líkamlegri næringu.

Líkamlegt hungur er skynjun í líkamanum þínum. Það er ekki tilfinning. Það er skynjun sem byrjar í líkamanum og berst til heilans. Tilfinningalegt hungur er ekki líkamleg skynjun. Það er hugsun sem byrjar í heilanum og berst til líkamans. Ef þú ert svolítið ringluð við að lesa þetta þá skilurðu hvernig heilinn og líkaminn geta líka ruglað þessu tvennu saman. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að læra að stilla sig inn á hvað er raunverulegt, líkamlegt hungur og einkenni líkamlegrar svengdar samanborið við tilfinningalegt hungur.

Ég kenni skjólstæðingum mínum að þekkja alvöru svengd með því að nota hungurkvarða. Hann er svipaður og eldsneytismælir í ökutæki nema að hann nær frá -10 að núlli og þaðan upp í 10+. Þegar við skoðum svengd erum við vinstra megin á hungurkvarðanum þannig að -1 er upphaf svengdar og -2, -3 og - 4 þýðir að við erum að verða ansi svöng. Þegar við erum komin í -5 er öruggt að við erum farin að finna fyrir einkennum hungurs í líkamanum.

Mörg okkar hafa ekki hugmynd um hvernig raunverulegt hungur og líkamleg einkenni þess eru því við erum sífellt að borða. (Það er ein af ástæðum þess að ég mæli ekki með því að borða á milli mála.) Ein ef þeim leiðum sem ég mæli með til að skilja líkamlegt hungur er að sleppa því að borða og leyfa sér að upplifa þó nokkra svengd eða allavega niður í -5 á kvarðanum. Það hljómar eins og heilbrigð skynsemi en mörgum skjólstæðinga minna reynist erfitt að halda sig frá mat nógu lengi til að finna virkilega fyrir líkamlegu hungri. Ég verð að taka það fram að þessi tilraun til að vera í takti við raunveruleg hungurmerki líkamans getur komið af stað miklu tilfinningaróti. Það er andlegi hlutinn. Sumar af ástæðum þess að skjólstæðingar mínir borða þegar þeir eru ekki líkamlega svangir, heldur tilfinningalega, eru þær að þeir telja að það sé kominn tími til að borða, þeim leiðist, þeir eru sorgmæddir, þeir eru glaðir, það er freistandi matur í kringum þá, þeir eru stressaðir, það er eitthvað sérstakt tilefni, þeir finna lykt af mat o.s.frv. Ég gæti haldið áfram en allar ástæðurnar eru af tilfinningalegum toga.

Það er svo mikilvægt að skilja að það er engin tilfinning sem matur getur leyst. Hvað varðar þyngdartap, sem er mikilvægasti þátturinn í hvaða matarplani sem er, er það lykilatriði að geta gengist við og fundið fyrir tilfinningu í stað þess að deyfa hana með mat.

Ég kenni skjólstæðingum mínum hvernig á að upplifa líkamlegt hungur án þess að missa stjórn á sér. Þú getur verið meðvituð í líkamanum þegar hann er svangur og vitað að það er allt lagi og þú getur upplifað tilfinningar án þess að hræðast. Þú getur verið meðvituð í líkamanum á meðan þú upplifir tilfinningar og það er allt í lagi - þú þarft ekki að bregðast við.

Hér kemur leyndarmálið. Þó svo að líkaminn þinn sé svolítið svangur, og þó svo að líkaminn þinn sé að upplifa tilfinningar, þýðir það ekki að þú þurfir að borða. Ég vil að þú skiljir að þú getur verið í þeirri stöðu að þú finnir fyrir örlítilli líkamlegri svengd og sért jafnvel svolítið stressuð og þú getur verið meðvitað í þessari stöðu og sleppt því að borða og allt verður í lagi. Það er lausnin.

Ef þú hefur áhuga á að læra meira um þetta og hvernig svengd spilar inn í það að léttast, þá fer ég dýpra ofaní þetta á námskeiði mínu Hættu að borða of mikið" smelltu hér til að lesa nánar um það. 

Þetta er 4 vikna vefnámskeið sem þú ferð í gegnum í þægindunum heiman frá þér. Þú lærir nýja aðferðafræði, lausnina til þess að losna við aukakílóin í eitt skipti fyrir öll, og án þess að vera í megrunarkúr eða fara eftir sérstökum uppskriftum. Það er mikið frelsi sem fylgir því! Þú pantar núna og færð aðgang samdægurs.

Þangað til skaltu prófa að leyfa þér að verða svöng. Fylgstu grannt með því hvaða hugsanir og tilfinningar skjóta upp kollinum. Reyndu að skilja á milli líkamlegs og tilfinningalegs hungurs.

-   -   -

Finding a protocol for weight loss is something most women are no stranger to. We often find ourselves searching for a “magic pill” for weight loss, but I am a firm believer that the reason why any of us is overweight, is simply because we eat more than our body requires for fuel. We often eat when we’re not actually hungry, and that is the main problem that causes any of us to overeat and in turn become overweight.

As a life and weight loss coach, I have explored what’s going on in our bodies when we’re physically hungry and when we’re physically full, as well what’s happening in our minds when we want to eat food to satisfy something that has nothing to do with our physical bodies.

Let’s start with hunger. There are two types of hunger- physical hunger and emotional hunger. One is real, scientific, and can be proven and solved for by nourishing our bodies with food. The other, is elusive, subjective, and cannot be solved for by nourishing our bodies with food.

Physical hunger is a sensation in your body. It is not an emotion. It is a sensation that starts in your body and travels to your brain. Emotional hunger is not a physical sensation. It is a thought that starts in your brain and travels to your body. If you are a bit confused reading that, you can understand why your brain and body also confuse the two! Therefore, it is extremely important to get tuned in to what is real, physical hunger in your body and the symptoms of physical hunger, versus emotional hunger.

I teach my clients to identify true hunger by using a hunger scale. It is similar to the idea of a fuel gauge in a vehicle except that it has negative 10 all the way to 0 and then 0 to positive 10.

On the left side of the hunger scale when we're looking at it, negative 1 is the beginning of hunger. Negative 2, negative 3, negative 4, we're getting pretty darn hungry. Negative 5, we're feeling some symptoms of hunger in our body physically.

Many of us have no idea what the true hunger sensation and symptoms of physical hunger actually feel like because we are constantly eating. (This is one reason I do not recommend snacking.) One of the ways I recommend understanding physical hunger, is to allow yourself to get hungry by not eating and allowing yourself to experience at least a negative 5 on the hunger scale. It sounds like common sense, but it's very challenging for many of my clients to stay away from food long enough to truly feel physical hunger. I will also mention that this experiment of becoming in tune with your body’s true hunger signals, can also induce some mind drama.

This is the emotional piece of it. Some of the reasons my clients eat when they aren’t physically hungry, but rather emotionally hungry, is they think it’s time to eat, they are bored, they are sad, they are happy, there is tempting food around, they’re stressed, it’s a special occasion, they smell food, etc. The list could go on and on, but they are all emotionally driven.

It is so important to understand that there is noemotion that food can solve. As far as weight loss is concerned, the most important factor in any protocol, is it is crucial to be able to feel an emotion all the way through and not attempt to solve for it with food.

I teach my clients how to experience physical hunger without panicking. You can be present with your body when it’s hungry and know that is okay. And you can experience emotion without panicking. You can be present in your body when you’re experiencing any emotion and that’s okay- you do not have to react.

Here is the secret. Just because your body is a little bit hungry, or just because your body is experiencing emotion, doesn’t mean you have to eat. I want you to understand that you can be in a place where you might feel a bit physically hungry and you might feel a bit stressed out, and you can be in that space in your body, and not eat and you will be okay. That is the solution.

If you are interested in learning more about this and how hunger is related to weight loss, stay tuned for the next blog in this series. In the meantime, experiment with allowing yourself to get hungry. Pay attention to the thoughts and emotions that come up for you. Try separating out what is physical hunger and what is emotional hunger that you are experiencing.

I always love hearing from you, so let me know how this goes!

 

 


11 Responses

Ragnheidur Gudjohnsen
Ragnheidur Gudjohnsen

May 13, 2020

Falleg og flott síða <3

Hildur Bergþórsdóttir
Hildur Bergþórsdóttir

May 04, 2020

Gott mál ! Heilinn þarf að vera tilbúinn til framkvæmda ! Er svo auðvelt að fresta. Til morguns eða næstu viku. Hugsa stundum að hausinn sé ekki enn kominn í réttan skrúfugang til að takast á við svona verkefni, en þegar hann hefur fundið réttan stað gengur það mjög vel. Takk fyrir froðleik og pepp !

Þórdís
Þórdís

May 01, 2020

Mjög svo áhugavert, Þetta verður spennandi og gaman að sjá hvað þú kemur með. Hlakka til.
K.kveðja Þórdís

jóhanna
jóhanna

May 01, 2020

flott síða

Ágústína
Ágústína

May 01, 2020

Flott síða,takk fyrir. Best kveðjur🙂

Kristín Árnadóttir
Kristín Árnadóttir

May 01, 2020

Flott síða

Ásdís Baldvinsdóttir
Ásdís Baldvinsdóttir

May 01, 2020

Glæsileg síða hjá þér og hlakka til að fylgkast með <3

Laura
Laura

May 01, 2020

What a great message! Your new site looks beautiful Linda and so much info on it. Thank you for all you do to help us live better.
I love getting your newsletter. Will be reading your blog, for sure. Thanks!

Sigurbjörg
Sigurbjörg

April 30, 2020

Flott síðan þín :)

Gyða
Gyða

April 30, 2020

Takk fyrir góðan pistil og gaman að kynnast þessari nýju nálgun hjá þér. Hlakka til að fylgjast meira með því sem þú ert að gera :-)

maría ósk
maría ósk

April 30, 2020

Sæl og takk fyrir, ég er nýkomin inná þessa síðu og mjög gaman að lesa. Vildi bara kvitta fyrir mig :)