2 min read
Og standa með henni!
Ertu ein af þeim sem lifir í „kannskilandi"? Burðastu með ákvarðanir í margar vikur áður en þú tekur þær? Áttu erfitt með að taka ákvarðanir af ótta við að taka ranga ákvörðun? Tekur þú kannski helst engar ákvarðanir og upplifir þig ákvarðanafælna?
Eitt af því kröftugasta sem ég kenni er að læra muninn á frumheila og framheila og hvernig við þurfum að læra að virkja framheilann, sem er mennski parturinn í heilanum á okkur, til að yfirskrifa hvatir frumheilans sem alltaf er í leit að skammtímaverðlaunum. Besta leiðin til að virkja framheilann er að taka kröftugar ákvarðanir og fygja þeim eftir. Þegar við erum í yfirþyrmingu og óvissu og segjum okkur að við getum ekki tekið ákvarðanir erum við að fóðra frumheilann. Hann vill engar breytingar í líf okkar og hann vill hafa okkur í „kannskilandi" þar sem við tökum engar ákvarðanir.
En þegar við erum í „kannskilandi" líður okkur ekki vel. Það er eins og við klæðum okkur í sjálfsefa, yfirþyrmingu og óvissu á hverjum morgni og svo drögum við þetta á eftir okkur í gegnum daginn. Þetta er akkúrat andstæðan við þær tilfinningar sem við höfum þegar við höfum tekið kröftuga ákvörðun og setjum fókusinn okkar að fylgja henni eftir. Ég hvet ykkur til að ákveða að hlutirnir gerast eins og þeim er ætlað og það er því engin röng ákvörðun. Allar ákvarðanir sem við höfum tekið hafa búið til leiðina okkar hingað og það heldur áfram að vera þannig.
Eins og með allt annað kemur þetta með æfingu. Byrjið á litlu ákvörðununum. Ef þið eruð vanar að eiga í erfiðleikum með að ákveða hvað á að vera í matinn og hvort það á að fara í sundlaugina eða ekki og hvort það á að fara í helgarferðina eða ekki, er gott að byrja þar. Byrjið að æfa ykkur í að taka þessar ákvarðanir kröftulega og standið með þeim. Eftir því sem þið verðið betri í því þá verður auðveldara að fara yfir í stærri ákvarðanir. Þetta er sama ferlið. Taka ákvörðun og standa með þerri ákvörðun