3 min read

Það er afar gefandi að vita að vinnan mín er að hjálpa konum andlega og bónusinn er að þær losna við aukakílóin. Hefði ég kunnað þessi fræði sjálf, sem ég kenni núna, þegar ég var að ganga í gegnum mína erfiðleika á sínum tíma, hefði það vissulega sparað mér mikinn sársauka. En maður á jú aldrei að sjá eftir fortíðinni heldur að hlúa að núinu og því sem framundan er. Þess vegna er ég svo þakklát að vera búin að læra þessi lífsþjálfunarfræði og -tól enda geta þau gert kraftaverk á líðan manns. Ég nota þau sjálf á hverjum degi og vinn stöðugt í minni andlegri líðan.

Að vera ráðgjafi kvenna eins og Ásdísar Óskar Valsdóttur sem er í viðtali hjá mér í nýjasta Podcastinu er virkilega gefandi. Hún hefur gert eftirtektaverðar breytingar á eigin lífi og losað sig við 16 kíló. Það sem er þó aðalmálið er að hún segist hafa bætta andlega líðan til muna og minnkað kvíða sem hefur verið að hrjá hana mjög lengi, eftir að hún byrjaði að vinna með mér í Prógramminu Lífið með Lindu Pé. Í þessum þætti segir Ásdís frá árangri sínum og hvernig hún fór að því að gera þessa lífstílsbreytingu og bæta andlega líðan.

 

Ástæða þess að það sem ég hef gert hingað til hefur ekki virkað betur fyrir mig er að mig vantaði meiri eftirfylgni og fannst ég verða alveg strand. Það sem hentar mér er að ég ræð sjálf hvað ég borða og búin að finna út úr því að ég þarf að borða svo miklu minna en ég var vön. Ég ræð sjálf hvað ég borða og hraðanum á því hversu hratt ég léttist. Ég átti ekki von á öllum þessum stuðningi, eins og með sjálfstraust og hugsanir, það er það sem hefur hjálpað mér að halda áfram og ná viðvarandi árangri.

 

Ég er mikinn kvíða og fór að tala um mína andlegu líðan á vikulegu fundunum okkar, ég hef fengið aðstoð með hana og bætt mína andlega líðan til muna. Það er svo jákvætt að hafa lært að taka stjórnina sjálf. Það sem kom mér mest á óvart í þessari vinnu var meðal annars að sækja þekkingu innávið og að ég þarf ekki að vera síborðandi allan daginn, segir Ásdís.
 

Ásdís segir ekki vita af hverju hún hafi ekki áttað sig á þessu áður, þe. muninum á hugsunum og staðreyndum og mörgum hugmyndum sem hún hafði um sjálfa sig. Meðal annars segist hún hafa legið mikið í fortíðinni. „Það hefur ýmislegt gerst í fortíðinni hjá mér eins og svo mörgum og ég er að glíma við neikvæðar tilfinningar gagnvart því og ég er að vinna í hugsunum mínum og tilfinningum gagnvart því, segir Ásdís“. Ég hef verið mjög dugleg í sjálfsniðurrifi og er að vinna í því að breyta því. Það var mikil opiberum fyrir mig þegar Linda kenndi mér að fortíðin er hvergi til nema í hugsunum mínum.

Smelltu endilega á hlekk að neðan til að hlusta á samtal okkar Ásdísar. 

Apple Podcast

Spotify

 

Ýttu endilega á „subscribe" þannig að þú missir aldrei af þætti. Þú mátt gjarnan gefa mér 5 stjörnu ummæli, ég yrði mjög þakklát fyrir það, þannig fá fleiri að hlusta. Komdu svo yfir á Instagram og láttu mig vita að þú hafir hlustað með því að senda mér skilaboð á Instagram. Mér þætti ótrúlega vænt um það.