1 min read
Að vera til staðar fyrir sjálfa sig
Ég elska að kenna konum að tileinka sér að setja sjálfar sig í bílstjórasætið í bíl sínum.Ég vil að hver og ein kona átti sig á mætti sínum og hvers hún er megnug ef hún lærir að virkja sinn innri kraft.
Gjarnan heyri ég konurnar segjast vera til staðar fyrir allt og alla en skorti traust á sjálfar sig. Þær svíkja sín eigin loforð sem þær hafa gefið sjálfum sér en myndu aldrei gera öðrum það. Þessu vil ég breyta.
Ef við erum ekki til staðar fyrir okkur sjálfar, hvað erum við þá að gera? Þegar við svíkjum okkar eigin loforð erum við alltaf að endurspegla til okkar sjálfsmynd konu sem getur ekki treyst á sjálfa sig. Hættum að gera það. Ég vil sjá okkur heiðra okkar eigin loforð fyrst, áður en við förum að heiðra loforð sem við gefum öðrum.
Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að taka meðvitaða ákvörðun um að vera til staðar fyrir sjálfa þig. Með því að standa við þín eigin loforð byggir þú upp fallegt og traust samband við sjálfa þig. Hækkaðu viðmiðin þín og leyfðu þér ekki framar að fresta sjálfri þér og svíkja sjálfa þig. Og trúðu mér þegar ég segi þér að alllir aðrir í kringum þig eiga eftir að njóta góðs af því.
Hlý kveðja,
Linda