1 min read
Persónulega finnst mér mjög mikilvægt að setja sér markmið og vinna stöðugt að þeim. En hvað gerist svo þegar markmiðinu er náð?
Oft sér fólk fyrir sér að þegar það hefur loks náð langþráðu markmiði sínu muni það sigla lygnan sjó það sem eftir er. Að lífið séloksins orðið dásamlegt! En það er ekki svo einfalt. Lífið býður okkur stanslaust upp á nýjar áskoranir og verkefni. Ef þú vilt í alvörunni lifa hamingjusömu lífi ættir þú að tileinka þér hugarfar nemandans og halda áfram að setja þér ný markmið til að halda áfram að vaxa og þroskast.
Sannleikurinn er sá að þú ert í raun aldrei búin að ná öllum þínum markmiðum. Að setja ný markmið, bæta við sig þekkingu og auka víðsýni dýpkar skilning þinn á lífinu og eykur gleði og hamingju.Að setja sér eitt markmið, ná því og hætta svo er hugarfar stöðnunar.
Haltu áfram að læra út lífið, settu þér ný og spennandi markmið sem færa þig út fyrir þægindarammann og skapaðu nýja drauma. Þannig hugarfar mun færa þér þá lífsfyllingu sem flestir sækjast eftir.