1 min read
Það sem lífsþjálfun hefur einna helst hjálpað mér við að átta mig á er að ég fæ að vera rithöfundurinn í mínu eigin lífi.Áður en ég lærði þessi fræði hafði mér verið kennt að bregðast við lífinu út frá fyrirfram gefnum forsendum og svo vonaði ég það besta. Þetta er það sem við gerum og flestir fara í gegnum lífið í viðbragðsstöðu í stað þess að vera rithöfundur sem skapar hvern kafla fyrir sig af kostgæfni.
Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að fara að hugsa um lífið þitt út frá rithöfundarsjónarhorni. Hvernig viltu að bókin þín líti út? Myndir þú vilja lesa bókina þína? Ef svarið er nei, þá er vissulega kominn tími á breytingar!
P.s. Derhúfan sem ég er með, sjá hér.