1 min read
Máttur umhverfisins
Eftir því sem ég eldist og þroskast meira þeim mun meira er mér farið að finnast stórfengleiki umhverfisins tilkomumeiri. Ég tek svo vel eftir umhverfinu í kringum mig og hvernig það hefur áhrif á mig. Ég finn þegar sólin skín hvernig það lyftir mér upp, hvernig haustlitirnir gefa mér hlýja tilfinningu, hvernig veturinn hvetur mig til að fara inn á við og vorið býr til tilhlökkun.Allt þetta gerist hjá mér úr því umhverfi sem ég hef í kringum mig.
Núna hef ég enn meira unnið að því meðvitað að gera umhverfi mitt þannig að það þjónir mér hverju sinni. Ég tek meðvitaðar ákvarðanir fyrir mig hvernig ég nota umhverfið til að vinna með mér í því sem ég vil vera að skapa. Þetta er ég alltaf að kenna konunum mínum í Prógramminu. Það eru jafnvel hinir minnstu hlutir eins og að kveikja á kerti sem geta haft heilmikil áhrif á upplifun okkar eða afskorin blóm í vasa.
Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að byrja að veita því eftirtekt hvernig umhverfi hefur áhrif á þig og hvaða leiðir þú getur fundið til að skapa þína upplifun í gegnum umhverfið.
Hlý kveðja,
Linda Pétursdóttir
Master lífsþjálfi.
B.A í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði.
Miss World 1988.