2 min read
Þér eru allir vegir færir
Ég vona að þú sért búin að eiga gott sumar, þrátt fyrir mis gott veður, hér á Íslandi amk.
Sumarið var alls kyns hjá mér og ekki eins og ég hafði ráðgert, en Covid bankaði hressilega upp á hjá mér. Það tók mig stóran hluta sumarsins að ná mér og ég er ekki orðin alveg eins og áður en heilsan er komin að mestu leyti.
Þegar lífið tekur yfir plönin eins og í þessu tilfelli þakka ég svo innilega fyrir að hafa lífsþjálfunarfræðin til að koma mér í gegnum erfiða tíma. Ég er svo þakklát fyrir að kunna þessi fræði og fá tækifæri til að kenna mörg hundruð konum í viku hverri að bæta líf sitt á einn eða annan hátt. Persónulega nýti ég mér fræðin daglega fyrir sjálfa mig enda er svo magnað að geta stjórnað huga sínum og tilfinningum. Hvílík breyting á því sem áður var þegar maður trúði því statt og stöðugt, að kringumstæður og annað fólk stjórnaði tilfinningum manns! Það er mikið frelsi að upplifa að svo er ekki, heldur ráðum við því með því sem við kjósum að hugsa.
Ég upplifi mig óstöðvandi eftir að ég hóf þessa vegferð og með því að nýta mér lífsþjálfun hef ég náð að stækka bæði persónulega og faglega. Fyrirtæki mitt vex, teymið stækkar og með stolti kynni ég nýjung hjá mér: LÍFSÞJÁLFASKÓLINN
Ef þú hefur átt þér draum um að mennta þig og starfa sem lífsþjálfi þá er þetta tækifærið þitt.
Ef þú vilt upplifa frelsi og geta unnið hvaðan sem er úr heiminum, þá er þetta tækifærið þitt.
Ef þú vilt hjálpa öðrum að bæta líf sitt, þá er þetta tækifærið þitt.
Ef þú vilt hafa möguleika á að margfalda tekjur þínar, þá er þetta tækifærið þitt.
Ef þú vilt læra hjá mér að verða lífsþjálfi og hvernig þú nærð árangri í faginu, þá er þetta tækifærið þitt.
Mig langar að hvetja þig til þess að hugleiða hvernig þú ætlar þér í gegnum komandi haust og vetur. Taktu ákvörðun og fylgdu henni eftir. Æfðu þig að vera manneskja sem stendur við það sem hún segir, gagnvart sjálfri sér.
Ég trúi á þig og veit að þér eru allir vegir færir Test
Hlý kveðja,
Linda Pétursdóttir
Master lífsþjálfi.
B.A í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði.
Miss World 1988.
www.lindape.com
P.s Ef þú vilt skrá þig á biðlista til að fá nánari upplýsingar um Lífsþjálfaskólann smelltu hér.
Skráðu þig og fáðu Magasínið með Lindu Pé sent ókeypis á netfangið þitt á sunnudögum. Linda deilir með þér uppáhalds efninu sínu tengdu lífstíl, heilsu, fegurð, ferðalögum o.fl