2 min read

Eigin leiðtogi

Ég sit hér snemma á sunnudagsmorgni og íhuga hverju mig langar að deila með þér nú í upphafi viku og það snýst um að taka ábyrgð.

Í seinustu viku var ég á Bahamas þar sem ég tók þátt í leiðtogaráðstefnu. Þar tókum við meðal annars fyrir hugmyndafræðina „self-leadership” eða það að vera eigin leiðtogi.
 
Það að vera eigin leiðtogi er að mínu mati gífurlega mikilvægt og þær sem eru hjá mér í LMLP prógramminu vita að ég legg áherslu á að efla okkur andlega og líkamlega með því að fjárfesta í okkur sjálfum, okkar eigin heila. Því þegar við fjárfestum í okkar eigin heila, með menntun, fræðslu og allskonar þekkingu þá er það eitthvað sem verður aldrei tekið frá okkur.

Þessi hugmyndafræði snýst einmitt um það sem ég kenni, sem er meðal annars að þekkja sjálfan sig og gildin sín, að vita fyrir hvað við stöndum. Að vera meðvitaður um hvernig framkoma okkar er, hvernig við erum í samskiptum við annað fólk, hvar við erum stödd í lífinu og síðast en ekki síst, að ákveða hvert við stefnum. 
 
Að velja af mikilli kostgæfni fólkið sem er í okkar innsta hring, bæði þá sem eru líkamlega í okkar nánasta umhverfi en líka hverjum við kjósum að læra af. Það sem við lesum, horfum á og hlustum á.

Ég fjárfesti í sjálfri mér með að tengjast fólki sem mér finnst vera að gera áhugaverða hluti í lífinu og á þessari ráðstefnu sem ég sótti; leiðtogum í eigin atvinnurekstri. Þetta er fólk sem ég kýs að sitja til borðs með. 
 
Minnkum samskipti við fólk sem dregur úr okkur og veljum af kostgæfni þá sem eru í okkar innsta hring. Tökum ábyrgð á okkur sjálfum, hugsunum okkar, líðan og hegðun.


Þannig að mig langar að hvetja þig til að íhuga, hverjum situr þú til borðs með?
 

Hlý kveðja,


Linda Pétursdóttir
Master lífsþjálfi.
B.A í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. 
Miss World 1988.

www.lindape.com


P.s  Á myndinni er ég ásamt mentornum mínum Kelly Roach, á ráðstefnu sem ég sótti nýverið. Ég ræddi það að vera eigin leiðtogi í nýjasta Linda Live á Instagram og þú getur horft á það með því að smella hér.