3 min read

Ég tók saman yfirlit handa þér um mína daglegu heilsurútínu. Hún er hér að neðan þannig að þú getur stælt hana ef þú vilt. Mér finnst skipta sköpum að halda rútínu og taka tíma á hverjum degi til að hlúa að sjálfri mér. Ráðin virka. Farðu eftir þeim og uppskerðu árangur!
Grunnurinn í öllu hjá mér eru Grunnreglurnar 4.

  • 2 lítrar af vatni 
  • 7-9 klst. svefn
  • Planið
  • Hungurkvarðinn

Vatn og svefn
Líkaminn þinn getur ekki brennt fitu þegar hann er uppþornaður og svefnvana.
Það mun hægja á brennslunni og kalla á kolvetni og sykur. Þegar þú drekkur ekki nóg vatn og sefur of lítið eykst löngun þín í mat, oft óhollan. Líkaminn er í raun ekki svangur en heldur að hann þurfi eitthvað til að komast af. Þess vegna eru hvíld og vatsndrykkja mikilvæg. Ég byrja alla daga á því að drekka stórt glas af vatni. Ég bæti út í það 2 mtsk. af ólífuolíu (lífræn, gæðaolía) og safa úr hálfri sítrónu. Ef þú ætlar að gera eina breytingu, bættu þá í vatnsdrykkjuna. 2 lítra á dag takk fyrir!

Planið
Ég skipulegg matarplanið mitt fyrirfram hvern dag. Það gerir allar matarákvarðanir einfaldar. Ég vel að borða holla og næringaríka fæðu. Þeir 3 fæðuflokkar sem ég fókusera á eru; Grænmeti, prótein og holl fita. Ég fæ mér súperdrykk úr 28 daga Heilsuáskoruninniminni nánast alla daga ársins en þeir innihalda ofurfæðu sem gerir manni mjög gott og hefur andöldrunaráhrif. Ég borða mikið af berjum og hollri fitu og tek daglega bætiefni. Planið er mín eigin áætlun, mitt eigið matarplan og inn á það set ég fæðu sem gerir mér gott líkamlega. Þú vilt plana máltíðir, matartegundir, fjölda og magn máltíða. 

Hungurkvarðinn
Þetta tól er algjörlega magnað og með því lærir maður að hlusta á hungurmerki líkamans og smá saman að borða minna magn eða það sem líkaminn þarf á að halda. Ekki allt hitt! Þú lærir muninn á líkamlegu og tilfinningalegu hungri. Þú borðar þegar líkaminn er raunverulega svangur og hættir þegar hann er orðinn mettur. Ég sem dæmi, fæ mér ekki aftur á diskinn. Grunnreglurnar 4 eru þáttur númer eitt í Podcastinu Lífið með Lindu Pé. Ef þú vilt fræðast nánar um þetta, hlustaðu þá endilega á það ókeypis efni.

Húðumhirða og hreyfing
Varðandi útlit og ferska og heilbrigða húð þá hreinsa ég alltaf húðina kvölds og morgna og ber á mig góð krem og olíur. Húðin er jú stærsta líffærið. Ég hef farið í góðar húðmeðferðir í gegnum árin og hlúi vel að húðinni og hef alltaf gert. Flesta daga hugleiði ég, fer í sána, þurrbursta húðina og ber kókosolíu á líkamann. Daglega geng ég um 10 þúsund skref úti í náttúrunni með hundunum mínum.

Þú átt það skilið
En þetta er langt því frá fullkomið hjá mér, ég er mennsk og nenni ekki alltaf að gera það sem er mér fyrir bestu til langtíma litið. Ég tek ekki alltaf bestu ákvörðunina fyrir sjálfa mig, en þá er bara að taka næstu bestu ákvörðun í kjölfarið. Maður hefur nefnilega alltaf það val. Allt þetta hér að ofan er það sem ég legg áherslu á í minni daglegu rútínu. Ég nýt þess að hlúa að sjálfri mér og mér finnst ég eiga það skilið. Þú átt skilið að gera slíkt hið sama fyrir þig.

Vilt þú taka næstu bestu ákvörðun fyrir þig?
Ef þú vilt taka næstu bestu ákvörðun fyrir sjálfa þig vil ég hvetja þig til að koma yfir í Prógrammið Lífið með Lindu Pé. Þú lærir nýjar aðferðir til að bæta heilsuna, ekki síst andlega. Og þú losnar við aukakílóin, án þess að vera í megrunarkúr. 

Hættu að segja sjálfri þér að þú getir ekki grennst eða bætt útlitið. Það er ekki rétt.

Ég get hjálpað þér.

Linda Pé.