2 min read

Í 14. þætti Podcastsins Lífið með Lindu Pé ræði ég um fullkomnunaráráttu, á nokkra vegu. Komandi úr heimi fegurðar og heilsu síðastliðin 30 ár þá þekki ég fyrirbærið fullkomnunarárátta nokkuð vel. Ekki einungis í starfi mínum sem Ungfrú Heimur, dómari í Miss World, sem alþjóðleg fyrirsæta og síðast en ekki síst eftir að hafa rekið líkamsræktarstöð.


Getur verið að þú sért með fullkomnunaráráttu þegar kemur að mat, líkamanum eða lífi þínu?

Okkur konum sér í lagi hefur okkur verið seld sú saga að fullkomnunarárátta sé jákvæður eiginleiki. En það er mikill munur á að leggja sig annars vegar alla fram við að gera eitthvað vel með kærleikann að leiðarljósi og hins vegar því að setja alla sína krafta í að gera eitthvað „fullkomlega“ á meðan þú ert stöðugt að rífa þig niður og sífellt að reyna að gera meira því þér finnst þú aldrei nógu verðug.

Mig langar að deila svolitlu mikilvægu með þér.
Þú þarft ekki að vera óörugg. Þú getur verið ófullkomin í friði. Þú getur endurskilgreint hvað fullkomið þýðir og hvernig fullkomnun lítur út. Þú getur lært að samþykkja að þú sért fullkomin nákvæmlega eins og þú ert núna. Þú getur lært að trúa því raunverulega að veröldin og alheimurinn og skaparinn hafi búið þig til fullkomna, nákvæmlega eins og þú ert. Þú getur æft þig í að hugsa hugsanir sem styðja við þá hugmynd að við séum sköpuð fullkomin og að „fullkomnun“ innihaldi bæði jákvæð og neikvæð atriði.

Til þess að hlusta á þáttinn smelltu þá hér:

Apple podcast

Spotify

 Ýttu endilega á „subscribe" þannig að þú missir aldrei af þætti. Þú mátt gjarnan gefa mér 5 stjörnu ummæli, ég yrði mjög þakklát fyrir það, þannig fá fleiri að hlusta. Komdu svo yfir á Instagram og láttu mig vita að þú hafir hlustað með því að senda mér skilaboð á Instagram. Mér þætti ótrúlega vænt um það.