1 min read
Ég hef alltaf elskað fallega og tignarlega hælaskó. Þessa fjólubláu fegurð frá Tom Ford fékk ég í London, rétt áður en heimsfaraldur skall á þannig að þeir eru enn ónotaðir. Ég þarf að eiga fallegan galaklæðnað vegna vinnu minnar, t.d. þegar ég kem fram fyrir Miss World, en ég er reglulega dómari í keppninni. Og mér finnst skór ekki síður mikilvægir en þeir kjólar sem ég klæðist.
Þessir skór eru fjárfesting en mér finnst þeir vera eins og skartgripur og vonandi vill Ísabella mín svo eiga þá síðar meir. Ég er viss um að ég fæ tækifæri til að klæðast þeim á þessu ári.