1 min read

Nokkrar spurningar til að spyrja þig nú í upphafi viku:

• Hvað er mikilvægast fyrir mig í vikunni?
• Fyrir hverju er ég spenntust?
• Hvaða vana ætla ég að heiðra?
• Hvernig ætla ég að auka vellíðan mína?


Það er svo áhrifaríkt að svara kröftugum spurningum sem þessum og ákveða fyrirfram stefnuna næstu daga. Þannig verður þú í bílstjórasætinu í eigin lífi.