1 min read
Við matarborðið um jólin
Hér eru nokkur ráð sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar þú borðar mat yfir hátíðirnar.
• Einu sinni á diskinn og engin ábót: Raðaðu öllu því sem þig langar í á diskinn og ákveddu að láta það duga. Með því sendir þú heilanum skilaboð um að þú getir alltaf fengið þér það sem þig langar í. Ekki moka öllu saman í einn hrauk á diskinn; hafðu smá pláss á milli fæðutegunda.
• Borðaðu bara af diskum: Taktu ákvörðun um að borða ekki upp úr pokum, pottum eða af bökkum. Það sem þú ætlar að fá þér seturðu á disk svo þú hafir yfirsýn yfir það sem þú borðar.
• Skildu eftir bita: Taktu ákvörðun um að skilja að minnsta kosti tvo bita eftir við hverja máltíð yfir hátíðirnar. Þetta gerir þú til að minnka smá saman magnið sem þú borðar. Margt smátt gerir eitt stórt og þetta getur haft mikil áhrif á þyngdartap.
• Passaðu upp á að drekka nóg: Drekktu vatn áður en þú sest til borðs. Það hjálpar þér að átta þig betur á því hversu svöng þú ert og hvenær þú ert orðin mett.
• Einbeittu þér að mikilvægu atriðunum: Þegar þú borðar skaltu hugsa um fólkið sem þú ert með og hvað það er við hátíðarnar sem gleður þig. Sú upplifun er mun mikilvægari en maturinn.
Viltu fleiri ráð? Vertu viss um að fylgja mér á Instagram. Smelltu hér.