1 mínútna lesning
Kostir sítrónuvatns
Ég drekk sítrónuvatn á hverjum morgni. Það hefur margvísleg góð áhrif á líkamann að drekka sítrónuvatn og svo einfalt að bæta því inn í morgunrútínuna þína. Ég kreisti hálfa sítrónu út í glas af vatni (sem er ekki ískalt) og fæ mér á fastandi maga.
Þó að sítrónur séu afar súrar hafa þær basísk áhrif á líkamann. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir alhliða heilsu að halda líkamanum í baskískari kantinum með því að innbyrða basíska fæðu. Mikilvægt dæmi um það er að krabbameinsfrumur geta ekki vaxið í basísku umhverfi.
Sítrónuvatn hjálpar líka meltingarstarfseminni og ef þú hefur fundið fyrir ónotum í maganum eða meltingartruflunum er gott að fá sér sítrónuvatn 10 til 15 mínútum fyrir máltíð því það eykur ensímframleiðslu í meltingarveginum og hjálpar til við meltingu.
Ég mæli aðeins með að drekka eitt glas af sítrónuvatni á dag, því of mikið af sítrónu getur skemmt tannglerunginn.
Skráðu þig og fáðu Magasínið með Lindu Pé sent ókeypis á netfangið þitt á sunnudögum. Linda deilir með þér uppáhalds efninu sínu tengdu lífstíl, heilsu, fegurð, ferðalögum o.fl