2 min read

Guðrún losaði sig við 22 kíló með aðstoð Lindu.

Guðrún Bragadóttir er í viðtali í podcastinu „Lífið með Lindu Pé" og segist hafa byrjað ferðalagið með því að fara í 28 daga Heilsu­áskor­un

„Það var svo ein­falt að skipta bara út einni máltíð fyr­ir einn heilsu­drykk. Þeir voru hver öðum betri. Þar byrjaði ég að sjá ár­ang­ur og upp­lifði þetta ekki sem ein­hvern megr­un­ar­kúr. Maður átt­ar sig oft ekki á því hvernig maður lít­ur út. Ég skildi árið 2017 og blés út og datt í alls kyns óholl­ustu­át. Ég sá mynd af mér frá þorra­blóti Skaga­manna og þá brá mér við að sjá sjálfa mig og vissi að ég þyrfti að gera eitt­hvað í mín­um mál­um. Nú þekki ég að ég hef klár­lega verið í til­finn­inga­áti -enda er það hluti af því sem við vinnum með í Prógramminu Lífið með Lindu Pé.

Þetta er ekki sprett­hlaup held­ur lang­hlaup. Ég ákvað að fjár­festa í sjálfri mér, ég á það skilið  og ég stend með mér.

Það sem mér finnst svo merki­legt og frá­bært í Pró­gramm­inu er þessi hugs­ana­stjórn­un því maður er það sem maður hugs­ar. Það hef­ur hentað mér að vita að stjórn­in er hjá mér sjálfri. Þetta er ákveðin aga­stjórn­un. Við erum að vinna með sjálfs­mynd­ina, að hætta sjálfsniðurrifi og tala fal­lega til okk­ar sjálfra, því við náum ekki mark­miðum okk­ar með því að berja okk­ur niður.

Ég á mjög gott sam­band við vigt­ina í dag og nú er ég far­in að segja sjálfri mér að ég sé „gor­djöss“ þegar ég stíg á hana og horfi á mig í spegl­in­um. Ef ég er far­in að þyngj­ast þá hugsa ég til baka hvað var ég að borða og get þá gripið inn í fyrr og gert viðeig­andi breyt­ing­ar.

Nú er ég far­in að pæla meira í skammta­stærðum með því að nota hung­urkv­arðann. Hér áður fyrr gúffaði ég í mig eins og ég væri að borða síðustu máltíðina en nú er ég far­in að borða hæg­ar og vera meðvitaðri.

Ég lít ekki á þetta pró­gramm sem megr­un­ar­kúr, þetta er svo mann­bæt­andi. Ég ákvað að vera áfram þótt ég hafi þegar náð þyngd­ar­mark­miði mínu því efnið sem við erum að læra er svo áhuga­vert. Ég ætla ekki að hætta. Planið og fast­an myndi ég segja að væri lyk­ill­inn að ár­angri mín­um og allt efnið sem þú ert að kenna okk­ur. Kon­urn­ar í hópn­um eru svo frá­bær­ar, bera mikla virðingu hver fyr­ir ann­arri, þetta er gott sam­fé­lag kvenna,“ seg­ir Guðrún og staðfest­ir að hún eigi nýtt líf í dag. 

 

Þú getur hlustað á viðtalið með því að smella á neðangreinda hlekki.


Apple Podcast

Spotify

Ýttu endilega á „subscribe" þannig að þú missir aldrei af þætti. Þú mátt gjarnan gefa mér 5 stjörnu ummæli, ég yrði mjög þakklát fyrir það, þannig fá fleiri að hlusta. Komdu svo yfir á Instagram og láttu mig vita að þú hafir hlustað með því að senda mér skilaboð á Instagram. Mér þætti ótrúlega vænt um það.