2 min read

Mér þykir alltaf gaman og áhugavert að læra eitthvað nýtt um heilsu og hvernig við getum bætt líf okkar. Í síðasta tölublaði talaði ég um brúnafitu og hversu mikilvæg hún er yrir okkur og hvað nýjarrannsóknir hafa verið að sýna.

Í þessu tölublaði langar mig aðkynna ykkur betur fyrir Dr.Susanna Søberg sem erstofnandi Soeberg Institute og Thermalist cure. Susanna er alþjóðlegur vísindamaður og sérfræðingur í kulda- og hitameðferðum sem notaðar eru til að draga úr streitu, bæta heilsu og svefn og hámarka daglega frammistöðu. Susanna lauk doktorsprófi í efnaskiptum við Kaupmannahafnarháskóla og hefur rannsakað efnaskipti líkamans - sérstaklega brúna fitu - og tilgang þeirra hjá fullorðnum.

Síðan árið 2016 hefur hún helgað sig rannsóknum á áhrifum kulda og hita á heilsu manna. Áhugi hennar heldur áfram að beinast að tengslum líkamlegrar og andlegrar heilsu okkar.Eitt af því sem hún leggur aðaláherslu á er að „enda á kulda“ þegar skipt er á milli þess að taka kaldar dýfur og gufubað til að auka efnaskipti og lengja ávinning efnaskiptanna í heilanum. Þetta er aðferð sem prófessor Andrew Huberman frá Stanford háskóla nefndi eftir henni: The #soebergprinciple.

Þegar líkaminn endar í köldu vatni krefst það orku að hita hann upp aftur. Það ferli virkjar heilbrigða brúna fituframleiðslu í líkamanum og hvetur vöðvana til að mynda hita, sem þar af leiðandi brennir meiri hitaeiningum, samkvæmt rannsóknum Søberg. Grundvallaratriði í rannsóknum hennar eru vísindin um hvernig við örvum starfsemi líkamans - sem þýðir að heilbrigði fæst með litlum skömmtum af heilbrigðu streitu: Kulda og hita. Heilbrigð streita styrkir frumurnar og hugann en of mikil og langvarandi streita veldur því að frumurnar okkar eldast, veldur bólgum í líkamanum og útþöndu taugakerfi.

Með vísindarannsóknum sínum og reynslu hefur Søberg þróað leiðir til að nota hita og kulda - sánuböð og kalda potta eða sturtur - til að draga úr streitu, bæta svefn og auka líkamlega og andlega heilsu. Ég minni á að það er best að ráðfæra sig við lækni eða ráðgjafa ef ykkur langar að prófa að nota köld og heit böð til að efla heilsuna.