3 min read

Þegar ég bjó í Vancouver í Kanada varð vorið að mínum uppáhaldsárstíma. Þar eru það hin dásamlega fallegu japönsku kirsuberjatré sem minna á vorið og hækkandi sól. Vorið hefur áfram verið í uppáhaldi hjá mér, það er einhver aukin von í loftinu og ég get gleymt mér við að horfa á alla fuglana og hlusta á sönginn þeirra. Mér finnst fátt meira afslappandi. Blómstrandi bleik kirsuberjatré, fuglasöngur og sólargeislar eru hið fullkomna umhverfi og ekki er nú verra ef ölduniður heyrist í bakgrunni. 

Vorið er tíminn þar sem margir fara að hreinsa til, bæði innandyra og utan. Persónulega fer ég ekki í vortiltekt innandyra enda held ég heimilinu mínu hreinu og í röð og reglu allan ársins hring, en að hreinsa til í garðinum (og bílskúrnum!) er eitthvað sem ég geri árlega. En svo er annað sem ég vil hvetja þig til að gera og það er það sem ég kalla vorhreingerningu hugans. Þá á ég við að fara í skipulagða vinnu þar sem við förum yfir það sem rúllar í gegnum kollinn á okkur á hverjum degi. Fara að lifa lífinu meðvitað með hugsanir sem þjóna okkur og koma okkur þangað sem við viljum fara.  

Þessi hreingerning fer fram alveg eins og hreingerning umhverfisins okkar. Ég held að við getum öll verið sammála um að okkur líður best þegar við erum nýbúnar að hreinsa til í umhverfinu okkar. Það er einhver ákveðinn léttir sem fylgir því að minnka draslið í kringum sig. Það getur liðið langur tími þar sem við höfum okkur ekki í að taka til en tilfinningin er einhvern veginn alltaf svo góð. Best er að taka allt út og setja ekkert inn aftur nema það sem er í notkun og þjónar sínum tilgangi. Annað fer. Þegar kemur að huganum okkar þá á það sama við og þetta er einmitt efni sem ég mun taka fyrir í podcastinu fljótlega.

Vorið er upplagður tími til að hreinsa til í lífinu þínu og ef þú hefur verið að draga aukakílóin með þér í gegnum líðandi vetur þá er kominn tími til að losa þig við þau líka, í eitt skipti fyrir öll. Ég get hjálpað þér að losa þig við hugsanir sem halda aftur af þér og losa þig við aukakílóin sem þú ert búin að fá nóg af. Þú lærir aðferðir við að gera þessar breytingar hjá mér í Prógramminu hjá Lindu Pé. Það eru ótalmargar konur hjá mér sem komu upphaflega til að losa sig við aukakílóin - sem þær hafa svo sannarlega gert - en þær hafa uppskorið svo margt annað eins og bætta andlega og tilfinningalega heilsu. Og þegar þér líður betur þá gerirðu hluti sem eru betri fyrir þig. 

Hundruð kvenna sem eru hjá mér hafa gjörbreytt lífi sínu til batnaðar með þeirri sjálfsvinnu sem ég kenni í LMLP. Konurnar mínar eru stöðugt að koma mér á óvart með því hversu megnugar þær eru þegar þær nýta sér tólin og aðferðirnar sem þær læra í LMLP með því að uppfæra sjálfsmynd sína og gera hluti sem þær hafa dreymt um mjög lengi en aldrei þorað. Fyrr en núna. Efni sem þú lærir hjá mér er til dæmis, þyngdartap, sjálfstraust, sjálfsmynd, fjármál, sambönd og svo margt fleira

 
Ef þig langar að gera spennandi sjálfsvinnu, losa þig við aukakílóin, styrkja sjálfsmynd þína og lifa draumalífinu þínu, komdu þá til mín og ég mun kenna þér aðferðir sem þú getur nýtt strax í eigin lífi ... og leyfðu mér bara að enda þessa dagbók með því að segja að ... þú munt koma sjálfri þér á óvart, þegar þú lærir aðferðirnar sem ég kenni. Þú, eins og aðrar konur hjá mér, verður óstöðvandi!

Lokað er fyrir skráningar í Prógrammið með Lindu Pé.
Smelltu hértil að skrá þig á biðlista og ég læt þig vita þegar ég opna næst.