1 min read

„Ég hef upplifað miklar breytingar hjá mér, bæði andlega og líkamlega. Ég setti mér það markmið að léttast um 10 kíló en þau eru orðin 16 þannig að þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum.  Prógrammið var bara akkúrat það sem mig vantaði í líf mitt. Mér hefur fundist þetta skemmtilegt og fræðandi frá fyrsta degi, sjálfsmynd mín hefur batnað mjög mikið, ekki veitti nú af, og þar ætla ég að bæta mig enn frekar.

Líf mitt hefur einfaldlega allt breyst til hins betra; ég hef náð mjög góðum tökum á mínum matarvenjum með því að skrifa niður matarplan fyrir daginn á hverjum morgni og fara eftir því. Ég er duglegri að skipuleggja mig og setja mér markmið. Svo hlusta ég flesta daga á einhvern fróðleik hjá Lindu eða Dögg. Það er einmitt svo gott að geta hlustað þegar mér hentar og allt í prógramminu er svo vel skipulagt og aðgengilegt. Þetta er líka bara svo frábær félagsskapur að vera í, með þessum konum. Takk fyrir mig!“

 

Edda Guðsteinsdóttir, 53 ára, starfar í fiskvinnslu.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.