2 min read

Í þessum þætti í Podcastinu spjallar Linda við Sigrúnu Guðmundsdóttur sem er í Prógramminu Lífið með Lindu Pé. Hún er 62 ára og býr á landsbyggðinni. Sigrún hefur losað sig við 20 kíló, og er hvergi hætt enda ætlar hún að losa sig við önnur 30 kíló. Hún segist alltaf hafa verið í yfirþyngd og það hafi versnað með hverju barni og eftir því sem aldurinn færðist yfir. Hún segist hafa prufað fjöldan allan af megrunarkúrum í gegnum árin, verið föst í jó-jó matarkúrum, náð tímabundnum árangri en farið svo aftur í sama farið af því vinnan með hausinn hafi alltaf vantað. Hún hafi nú loks lært nýja langtíma aðferð og nýja leið og þetta sé svo miklu auðveldara en hún hefði getað ímyndað sér. Grunnreglurnar 4 eru nú hluti af hennar daglega lífi og einfalt að fylgja þeim eftir.

Hvað gerist þegar við fáum okkur pizzuna sem var ekki á matarplaninu? Þá förum við í sjálfsniðurrif og gefumst upp fyrir okkur sjálfum. Í dag finnst mér bara fyndið að hugsa til þess að maður hafi sagt sjálfri sér að maður hafi „fallið“ því ég er búin að læra nýtt hugarfar.

Hér segir hún frá árangri sínum og hvernig hún fór að því að gera þessa lífstílsbreytingu. Hún segir meðal annars „Þetta gerist allt í hausnum okkar“

„Það sem mér finnst stórmerkilegt er hversu sjaldan ég verð svöng og hversu auðvelt það var að gera þessa breytingu. Maður hefur alist upp við það að byrja á morgunverði strax og maður vaknar en ekki lengur. Nú fasta ég með hléum, þannig að líkaminn er orðinn fituaðlagaður og að nýta eigin fituforða sem orku. Ég er léttari á mér, liðugri, hreyfi mig meira og orðin svo miklu meðvitaðri um eigin hugsanir. Ég er bara öll ferskari."

„Þessi lífstílsbreyting er komin til að vera af því að þetta er ofsalega einfalt og augljóst þegar maður er kominn inn í þetta nýja prógramm. Þetta er ekkert mál. Hefði ég bara kynnst þér fyrir 40 árum síðan...hvar ertu búin að vera allt mitt líf Linda?“ segir Sigrún hlæjandi.

„Það er svo magnað að það sé hægt að gera þetta á jafn einfaldan hátt, af því maður er búin að vera að rembast við þetta og hamast í leikfimi og þegar maður er alltof feitur þá getur maður ekki hvað sem er. En þetta er svo mögnuð nálgun og hreinlega hraðvirk. Breytingin verður í hausnum á okkur og með því hvað við kjósum að setja uppí munninn á okkur.

Minn tími er kominn segir Sigrún."

Saga hennar á eftir að veita þér innblástur. 

Þú getur hlustað á árangurssögu Sigrúnar í Podcastinu Lífið með Lindu Pé með því að smella á neðangreinda hlekki.
Apple Podcast smella hér
Spotify smella hér
Ýttu endilega á „subscribe" þannig að þú missir aldrei af þætti. Þú mátt gjarnan gefa mér 5 stjörnu ummæli, ég yrði mjög þakklát fyrir það, þannig fá fleiri að hlusta. Komdu svo yfir á Instagram og láttu mig vita að þú hafir hlustað með því að senda mér skilaboð á Instagram. Mér þætti ótrúlega vænt um það.