4 min read 2 Comments

English below ↓

Nýverið lét ég verða af því að gera minnisblað um það sem ég þyrfti að eiga ef hamfarir yrðu. Ég vil vera viðbúin ef þannig aðstæður skapast. Þetta á ekki bara við um jarðskjálfta eins og við finnum fyrir þessa dagana, heldur eru þetta almennar neyðarvistir sem ég vil eiga heima, á einum stað. Mér finnst visst öryggi fylgja því. Sú ógn vofir alltaf yfir að alvarlegar hamfarir dynji yfir. Ég er einstæð móðir og ég þarf að hugsa út í svona hluti. Það gerir það enginn fyrir mig.

Eftirfarandi viðtal birtist í Mannlíf við mig í vikunni og ennfremur var ég í viðtali á útvarpsstöðinni K100 í gær og lofaði þeim að birta listann, sem ég geri hér með.

„Skjálftarnir fara ekki vel í mig. Sem einstæð móðir vil ég hafa alla hluti á hreinu og vera viðbúin hinu versta. Ég er búin að taka niður myndir af veggjum og tryggja það sem gæti farið af stað. Svona neyðarbirgðir eru nauðsynlegar til að tryggja manni hugarró. Vonandi kemur aldrei til þess að þær verði notaðar en þær skapa mér öryggi,“ segir Linda.

„Ég vil vera við öllu viðbúin. Þegar ég var í námi á Bifröst þá gerðum við verkefni um þær matarbyrgðir sem þyrfti af landið myndi lokast. Ég tók í dag saman 24 atriði sem ég þarf að hafa í bílskúrnum mínum ef hamfarir dynja yfir,“ segir Linda Pétursdóttir, heilsufrömuður og fyrrverandi Miss World sem býr á Álftanesi og hefur orðið áþreifanlega vör við jarðskjálftana undanfarið og hefur áhyggjur af yfirvofandi eldgosi eins og aðrir landsmenn.

Hugmyndina fékk hún upphaflega eftir að hafa unnið hópverkefni í Háskólanum á Bifröst. Yfirskrift þess var: Hvar stendur Ísland er varðar fæðuöryggi ef hömlur yrðu á aðföngum til landsins? Rannsakendur studdust við lög og reglugerðir, um almannavarnir og viðbragðsáætlanir en einnig var horft til Evrópulöggjafar í þessum efnum.

Eins og ég sagði hér að ofan er þetta almennur listi yfir neyðarvistir til að eiga þegar óvissuástand ríkir. Það þarf ekki að kosta mikið að setja upp svona birgðir og þarf ekki að kaupa allt í einu. Það er upplagt að byggja þetta upp í nokkrum skrefum og bæta í neyðarvistirnar vikulega. Ennfremur eru atriði þarna sem má sleppa en ég set þetta engu að síður allt hér fram. Ég tek það fram að ég er alls ekki sérfræðingur í þessum málum þannig að leitaðu þér endilega nánari upplýsinga hjá Almannavörnum.

 1. Vatn á flöskum og stærri brúsum.
 2. Matur (þurrmatur, dósamatur, olíur).
 3. Peningaseðlar.
 4. Hlýr fatnaður.
 5. Bakpoki (útbúinn ef þarf að yfirgefa heimili í flýti).
 6. Teppi og svefnpokar.
 7. Eldspítur og kveikjarar.
 8. Kerti (mismunandi stærðir).
 9. Vasaljós (mismunandi stærðir).
 10. Batterí (mismunandi stærðir).
 11. Útvarp (seem gengur fyrir rafhlöðum).
 12. Sjúkrakassi (verkjalyf, sýklalyf, spritt).
 13. Bensín og gas.
 14. Handspritt, klór. 
 15. Prímus (sjóða vatn).
 16. Vasahnífar (swiss army hnífur, skæri, dósaupptakari o.s.frv.).
 17. Taulímband (e. duct tape).
 18. Kaðlar.
 19. Pokar (ýmsar stærðir, ruslapokar).
 20. WC pappír.
 21. Hleðslutæki (sólarrafhlöðu/batterí).
 22. Viður + dagblöð (kveikja eld).
 23. Dýra-birgðir (matur, dallar, taumar, nagbein o.s.frv. fyrir gæludýrin okkar).
 24. Neyðarnúmer skrifað niður á blað (ásamt símanúmer fjölskyldu og vina).

  → Hér eru hlekkir beint á viðtölin við mig: Útvarpsviðtal á K100 og í Mannlíf

  -   -   -

  Recently I put together a memo for an emergency kit if a disaster struck. I want to be prepared in such conditions. This is not only a kit for earthquakes as we are experiencing in Iceland right now, but a general survival kit during natural disasters, something I want to have at home, in one place. I feel a sense of safety knowing I have this prepared. I am a single mom and I must think about such things. No one does this for me.

  The below interview was in Mannlíf, one of Icelands news sites this week. Yesterday I did an interview on K100 radio and I promised them to make my list public. So here it is just in case it might come in handy for some.

  „I dont feel good about the earthquakes. As a single mom I want to be prepared for the worst. I have taken down large pictures and paintings from the walls and other larger things that might move around during an earthquake. Having a natural disaster emergency kit brings a sense of peace and safety. Hopefully I will never have to use this but I want to be prepared“, says Linda.

  „When I was studying at Bifröst University we did a project about food safety and supplies if the country where to shut down. This is where I got the original idea from. So I made a list of 24 things which I am putting together in an emergency box in my garage if a natural disaster strikes“ says Linda Pétursdóttir, health pioneer and former Miss World, which lives in Álftanes peninsula and has tangibly experienced the resent earthquakes, as many of her fellow people, she is worried during such times.

  As I said above this is just a general list during uncertain times. It does not have to be costly to put together an emergency kit like this one, it is something that you can add to on a weekly basis. I am by no means a specialist in this area so please educate yourself via The Department of Civil Protection and Emergency Management

  1. Water (bottled and in large containers).
  2. Food (dry foodcanned foodoils).
  3. Cash.
  4. Wam clothes.
  5. Backpack (equipped if you have to leave your home quickly).
  6. Blankets and sleeping bags.
  7. Matches and lighters.
  8. Candles (different sizes).
  9. Flashlights (different sizes).
  10. Batteries (different sizes).
  11. Battery Radio.
  12. First Aid kit.
  13. Gas and propane.
  14. Hand sanitiser, chlorine.
  15. Camping gas stove (for boiling water).
  16. Swiss army knife.
  17. Duct tape.
  18. Ropes.
  19. Plastic bags (different sizes).
  20. Toilet paper.
  21. Phone charger (batteries, solar-cell).
  22. Wood & newspapers (for fire).
  23. Pet supplies (food, dishes, leashes, chew bones etc.)
  24. Emergency numbers written on paper (including phone numbers and addresses of family and friends). 

   → Here are links to interviews with me regarding the above list. K100 radio and Mannlif magazine


  2 Responses

  Þórdís R Malmquist
  Þórdís R Malmquist

  March 08, 2021

  Mjög góður listi og skynsamlegur. Ég hef einmitt nefnt við manninn minn að það sé skynsamlegt að eiga t.d. nóg af haframjöli því það skemmist ekki svo glatt. Allt sem þú nefnir er sannarlega gott og anuðsynlegt að hafa ef eitthvað gerist sem við ráðum ekki við. Gangi ykkur vel. <3

  DINESH MENON
  DINESH MENON

  March 07, 2021

  That’s vital 24 items👍
  And an always topped- up SUV🚘