1 min read

Áður en ég skráði mig í Prógrammið með Lindu Pé  var ég að ná mér eftir erfið veikindi og ákvað að gefa mér þá gjöf að rækta sjálfa mig og umhverfi mitt. Ég tók mér góðan tíma í að kynna mér efnið fyrstu mánuðina og fór svo á fullt í janúar. Það hafði strax jákvæð áhrif á líðan mína og ekki skemmdi þyngdartapið fyrir.

Ég hef í mörg ár verið í sjálfsvinnu og er sjálf að hjálpa fólki í minni vinnu. Þegar árangurinn fór að breyta hugsun og hegðun minni þá efldist ég og stækkaði um mörg númer og ákvað að taka þá frábæru ákvörðun að verða framúrskarandi kona 2024 og skráði mig á ráðstefnuna „Framúrskarandi konan" sem er haldin árlega fyrir aðildarkonur Prógrammsins. Ferðin var ómetanleg í alla staði, nýjar vinkonur og peppið frá þeim öllum var áþreifanlegt. Ég kom heim úr ferðinni full af hugrekki og staðráðin í að halda áfram á þessari braut og láta drauma mína rætast. Set mér hærri markmið og mér líður svo miklu betur í alla staði. Það bara gerðist eitthvað þarna sem er óáþreifanlegt. Áfram ég og allar þær konur sem taka þetta stóra skref að setja sig í fyrsta sæti í lífinu.


Svava Bjarnadóttir
60 ára, athafnakona og geðsjúkraliði
Aðildarkona í Prógramminu með Lindu Pé

 

www.lindape.com/lmlp