6 min read

English below ↓

Að vera í takti við huga þinn og líkama er lykillinn að árangri í þyngdartapi.

Ég ætla a halda áfram að fjalla um fylgnina á milli sjálfsumhyggju og þyngdartaps.

Orðið sjálfsumhyggja eða sjálfsrækt er mikið í tísku, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir hugtakið? Gjarnan sjáum við mynd af konu í fallegum náttslopp að lakka á sér táneglurnar eða að drekka te (eða kampavín) með vinkonu og kallar það sjálfsrækt. Þó svo að slíkt falli vissulega undir það að rækta sjálfa sig þá snýst sönn sjálfsrækt um eitthvað mikið dýpra. Henni fylgir ekki alltaf gleði og glæsileiki.

Hvað varðar þyngdartap og heilbrigði snýst sjálfsrækt um að standa við skuldbindingar okkar og fylgja markmiðum okkar eftir. Hún snýst um að læra hvernig við náum ánægjulegum árangri til langframa í stað þess að sætta okkur alltaf við skammvinna ánægju sem hefur gjarnan óæskilegar afleiðingar í för með sér.

Við skulum velta fyrir okkur skammtímaánægjunni af því að borða bollakökur, sem er það sem við köllum gerviánægju. Hún leiðir af sér gagnstæða afleiðingu sem er vanlíðan. Við fitnum, okkur líður hræðilega, við stöndum ekki skuldbindingar okkar gagnvart okkur sjálfum. Hin hliðin á peningnum er svo ánægjan sem felst í því að léttast og sú ánægja hefur ekki neikvæðar afleiðingar. Reyndar hefur hún fjölmargar jákvæðar afleiðingar.

Þegar við einbeitum okkur að því að léttast á þann hátt sem ég kenni þróum við sterkt samband við okkur sjálfar með því að virða þá skuldbindingu sem við höfum gert og hafa stjórn á okkur. Það lætur okkur líða ótrúlega vel. Tilfinningin er valdeflandi, við erum við stjórnvölinn, við pössum í jafnvel minni flíkur og við upplifum að við séum grannar og heilbrigðar. Við förum í búðir og kaupum okkur flík sem okkur langar virkilega í, en ekki eitthvað vítt til að fela vöxtin. 

Með því að skuldbinda okkur til að léttast og heiðra þá skuldbindingu gagnvart okkur sjálfum erum við að stunda raunverulega sjálfsrækt. Fyrst leggjum við rækt við okkur sjálfar og svo við getum við verið til staðar fyrir ástvini okkar.

Tilfinningalega ættum við að koma betur fram við okkur sjálfar en nokkra aðra manneskju á jarðkringlunni. Flestar komum við ekki jafn vel fram við okkur sjálfar og manneskjuna sem er á kassanum í matvöruversluninni. Við erum kurteisari og vingjarnlegri við hana en okkur sjálfar. Sjálfsrækt snýst í raun um að skuldbinda okkur til þess að rífa okkur ekki niður undir neinum kringumstæðum.

Hún snýst um að standa við skuldbindingar okkar gagnvart okkur sjálfum, undirbúa okkur fyrir krefjandi aðstæður og standa með okkur þegar við erum staðráðnar í að ná einhverju markmiði. Hún snýst um að sýna okkur mildi þegar við upplifum erfiðar tilfinningar, leyfa okkur að hvíla í okkur og velja að gera ekki hluti sem eru okkur skaðlegir. Þetta er allt sjálfsrækt. Að taka sér tíma til að forgangsraða því sem skiptir okkur máli, taka sér tíma til að komast að því hvað við viljum og láta það verða það mikilvægast í lífi okkar.

Þú verður líka að vera stolt af sjálfri þér og góð við sjálfa þig til að ná þeim árangri sem þú vilt. Ég hef aldrei kynnst viðskiptavini sem náði að rífa sig niður til varanlegrar, hamingjuríkrar kjörþyngdar. Margir halda að það að vera „góður“við sig þýði að umbuna sjálfri sér með mat eða leyfa sér að borða allt milli himins og jarðar. Það er ekki gæska. Ef lítið barn langaði í fullt af sælgæti, væri það gæska af þér að leyfa því að borða allt sem það langaði í? Það væri eins og bollakökudæmið; þó svo að það geti veitt því tímabundna gerviánægju, þá fylgja því afleiðingar.

Það er börnum fyrir bestu að hafa aga og fá leiðbeiningar og það sama á við um þig. Þú verður að skoða langanirnar sem verða til í heilanum. Hafa eftirlit með þessum skilyrtu löngunum og það er akkúrat þarna sem öll hugsanavinnan og hugsa-líða-gera hrinrásin sem ég kenni í Prógramminu, sem eru svo mikilvæg.

Að stjórna huga þínum og heiðra skuldbindingu þína um að léttast og vera vel á þig komin er fullkomin og sönn sjálfsrækt.

Hefurðu prófað einhver af verkfærunum sem ég hef deilt með þér? Mér þætti vænt um að heyra frá þér.

-   -   -

Being in tune with your mind and body are the key to being successful at weightloss.

I want to continue to share about the correlation between self-care and weight loss. Self-care is quite a buzz word, especially on social media. What do you think of when you hear the term? Often, we see pictures of someone taking a bubble bath or giving themselves an at-home spa treatment and calling it self-care. While those activities certainly have a place in taking care of yourself, true self-care is about something much deeper. It isn’t always fun or glamorous.

In relation to weight loss and being healthy, self-care is honoring our commitments and follow through with ourselves. It is how we learn to get the long-term, pleasurable results that we're looking for instead of always settling for short term fixes that always have unintended consequences.

Let’s think about the short-term pleasure of eating cupcakes, which is what we call an artificial pleasure. It has an equal and opposite consequence that's a bummer. We gain weight, we feel terrible, we do not honor our commitments to ourselves. But then there is the pleasure of losing weight, and that pleasure doesn't have a negative consequence to it. In fact, it has lots of positive consequences.

When we focus on losing weight in the ways I’ve taught, we develop a strong relationship with ourselves, by honoring that commitment to ourselves and managing ourselves. It feels great! We feel empowered, in control, we can wear smaller clothes, we can feel thin and fit. We can go somewhere and buy something in a normal size clothing store that we really enjoy.

By committing to losing weight, and honoring that commitment to ourselves, that is the act of true self-care. Taking care of ourselves first, so we can show up well for our loved ones better.

We should treat ourselves better, emotionally, than we treat any other human being on the planet. Most of us don't even treat ourselves as kindly as we treat the person at the grocery checkout. We're kinder and politer to them than we are to ourselves! Self-care is really about having a commitment to not beating ourselves up under any circumstance. It’s about honoring our commitments to ourselves, to making plans for challenging situations, to having our own backs when we're committed to something! It’s about being tender with ourselves when we're going through a difficult emotion, allowing ourselves to be still, and not choosing to do things that are harmful to ourselves. That's all self-care! Taking the time to prioritize what's important to us, taking time to find out what we want and making that be the most important in our lives.

You also have to be proud of yourself and kind to yourself in order to get the results you want. I have never seen a client insult themselves into permanent, happy weight loss. A lot of people think that being "kind," to yourself means rewarding yourself with food or letting yourself eat whatever you want. That's not kind. Think about a small child, and if they want a bunch of candy, would it be kind for you to let them eat all the candy they want? It would be like the cupcake example, while it might give them temporary, false pleasure, there would be many consequences that would come along with allowing that.

They need to have direction and discipline for their own good, and so do you. You need to look at your desires that are going on in your brain, those conditioned desires, and give them supervision, and so that's where the thought work and the think-do-feel cycle which I teach in my Program,  is everything.

Managing your mind and honoring your commitment to lose weight and be fit and trim, is the ultimate and true self-care.

Have you tried any of the tools I’ve shared? I would love to hear from you.