2 min read

Mataræðið mitt
Ég er gjarnan spurð út í mataræðið mitt. Ég tók upp þetta stutta myndband þar sem ég útskýri hvernig mataræði mitt er uppbyggt-og hvaða matartegundum ég mæli með fyrir þær sem vilja grennast eða halda sig í kjörþyngd (þar sem þér líður sjálfri best). Ég borða aðallega úr 3 fæðuflokkum en þeir eru: Grænmeti, prótein og fita og ég drekk +2 lítra af vatni hvern dag.


Megrunarkúrar eru ekki svarið
Þú kannast við þetta; Þú færð nákvæma áætlun sem þú átt að fylgja en þú færð aldrei leiðbeiningar um það hvað þú átt að gera við það sem hindrar þig í að léttast, til langframa. Ég kenni þér að vinna með það. Það er eina langtímalausnin.

Hugsanir þínar eru svarið
Ef þú kemur huganum í lag, þá fylgir munnurinn á eftir.
Ef þú kemur munninum í lag, þá kemurðu þyngdinni í lag.
Þetta er einfalt. Það léttist enginn á því að hugsa ...
Þetta er of erfitt. Ég er of gömul. Ég hef aldrei getað þetta áður.

Byrjaðu heldur að hugsa...
Þetta er erfitt en það er þess virði (og vertu með nokkrar ástæður fyrir því).
Ég er of gömul til að nota aldur sem afsökun til að gefast upp.
Ég neita að nota fortíð mína til að spá fyrir um framtíð mína.
Fyrir hverja hugsun sem hefur látið þér líða eins og þú sért misheppnuð skuldarðu sjálfri þér að berjast fyrir betri framtíð.

Viltu fá mig sem lífsþjálfan þinn?
Komdu þá endilega yfir í Prógrammið Lífið með Lindu Pé. Þar vinnum við með fullt af spennandi efni, lífsþjálfun með áherslu á þyngdartap. Þú lærir nýja áhrifaríka aðferð til þess að losna við aukakílóin, án þess að vera í megrunarkúr. Þú lærir að vinna með hugsanir þínar og tilfinningar til þess að ná þeirri niðurstöðu í lífinu sem þú ætlar þér. Auk þess vinnum við með sjálfsmyndina í svokölluðum VIP áfanga. Þar fókuserum við á þrjá meginstólpa sjálfsmyndar sem eru: Hugarfar. Vellíðan. Stíll og umhverfi.

Prógrammið Lífið með Lindu Pé.