3 min read 2 Comments

English below

⁠Þessi mynd var á forsíðu tímarits á Íslandi árið 2015. Ég var að segja erfiða sögu. Nokkrum mánuðum áður hafði ég misst fyrirtæki mitt til 20 ára sem á þeim tíma var allt mitt ævistarf. Fyrirtækið varð gjaldþrota og þar með ég þar sem ég var eini eigandi þess. Þetta var gífurlega erfitt og sem einstæð móðir hafði ég miklar áhyggjur af því hvernig ég kæmist í gegnum þetta og hvað framtíðin bæri í skauti sér. Þetta var vægast sagt slæm reynsla sem ég mun ekki fara nánar út í hér

⁠⁠Reynslan bugaði mig fjárhagslega og olli mér bæði tilfinningalegum og líkamlegum sársauka en andi minn hélst sterkur. Ég fór vel með mig. Ég svaf mikið og sama hversu þunglynd og hrædd ég var lofaði ég sjálfri mér að lágmarks framlag mitt yrði það að fara í daglega göngu með hundinn minn í náttúrunni. Sem og ég gerði. Náttúran er nefnilega mín kirkja.

⁠⁠Þegar ég hafði sorterað hugsanir mínar og fengið orkuna mína aftur ákvað ég að nota þennan tíma á meðan ég væri atvinnulaus, gjaldþrota og einmana til að byrja að byggja mig upp með því að mennta mig. Með hugrekkið að vopni hóf ég vegferðina.

⁠⁠Fimm árum síðar hef ég menntun í eftirfarandi: ⁠⁠

👩🏻‍🎓Heilsumarkþjálfi.
👩🏻‍🎓B.A próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. ⁠⁠
👩🏻‍🎓 Lífs- og þyngdartapsþjálfi.

⁠⁠Menntun hefur breytt veröld minni. Ég hef lært alveg óskaplega mikið en aðallega um sjálfa mig og hvers ég er megnug.

⁠⁠Ég stend alltaf með sjálfri mér.

⁠⁠Besta fjárfesting sem ég hef gert er að að fjárfesta í mínum eigin huga og í mínum eigin vexti. Það getur enginn tekið frá mér. Aldrei nokkurn tímann.

Það sama gildir um þig.

Eyddu tíma, peningum og orku í að bæta þig. Einbeittu þér að huga þínum, að því að læra eitthvað nýtt. Það þarf ekki að vera hefðbundin prófgráða. Farðu á námskeið á netinu, lestu fleiri bækur, hlustaðu á hlaðvörp, lærðu nýtt tungumál, handverk o.s.frv. Það þarf ekki að kosta mikið.

Þú sérð ekki eftir því.

Haltu bara áfram að fræðast.

⁠Eftir á að hyggja skil ég núna af hverju ég gekk í gegnum svona erfiða tíma. Það kom mér á þann góða stað sem ég er á í dag. Það átti alltaf að gerast á þennan hátt. Hvernig veit ég það? ⁠⁠

Nú, vegna þess að það gerðist. ⁠⁠

⁠⁠Það er ekki flóknara en það.

This photo was a cover of a magazine in Iceland in 2015. I was telling a difficult story. A few months earlier I had lost my company of 20 years and at the time, my life’s work. Both the company and myself, as the sole owner, went into bankruptcy. It was devastating and as a single mom, well, I was frightened about how I would get through it and what my future would hold. It was to say the least, an excruciating experience which I won’t go into further detail here.⁠⁠
⁠⁠
It might have broken me financially and caused me both emotional and physical pain but my spirit stayed strong. I took care of myself. I slept a lot and no matter how depressed and scared I felt, I promised myself that my minimum baseline would be to go on a daily walk out in nature with my dog. Which I did. See, nature is my church. ⁠⁠
⁠⁠
When I got my thoughts in order and my energy back I decided to use this time whilst unemployed, bankrupt and lonely to start building myself up, by educating myself. I took a leap of faith with a dash of courage.⁠⁠
⁠⁠
5 years later I now have education in the following: ⁠⁠
⁠⁠
👩🏻‍🎓 Diploma in health coaching. ⁠⁠
👩🏻‍🎓 B.A degree in philosophy, politics and economics. ⁠⁠
👩🏻‍🎓 Certification as a life coach and weight loss coach. ⁠⁠
⁠⁠
Education has changed my world. I have learned so much but mostly I have learned about myself and what I am capable of.⁠⁠
⁠⁠
I always have my own back.⁠⁠
⁠⁠
Investing in my own mind, in my own growth is the best investment I have ever made. No one can take that away from me. Ever.⁠⁠
⁠⁠
Same for you. ⁠⁠
⁠⁠
Spend time, money and energy working on bettering yourself. On your mind. On learning something new. It doesnt have to be a formal degree, take an online course, read more books, listen to a podcast, learn a new language or a craft etc. It doesn’t have to be costly either. ⁠⁠You won’t regret it. ⁠⁠
⁠⁠
Just keep learning.⁠⁠
⁠⁠
In hindsight I understand now why I went through such a difficult time. It brought me to this good place I am in today. It was always meant to happen this way. How do I know? ⁠⁠
Well because it did happen. ⁠⁠
⁠⁠
As simple as that.⁠⁠

 


2 Responses

DINESH MENON
DINESH MENON

February 21, 2021

You are an evergreen
Beauty👑Queen.
Admire your
attitude & achievements.
Greetings Linda🙏

Gazanfer
Gazanfer

February 21, 2021

You are a wonderful person as much as you are very beautiful