8 min read 8 Comments

English below ↓

Ég elska morgna. Þeir eru uppáhaldstími dagsins fyrir mig. Ég er þessi svokallaða A-týpa. Og í alvöru talað þegar ég fer að sofa, er ég þegar farin að hlakka til að vakna og hefja morgunrútínuna mína. Hún hefur þannig áhrif á mig. En svona er hún; 

VAKNA
Ég vakna á bilinu 5.30-6.00. Yfirleitt þarf ég ekki á vekjaraklukku að halda því í herberginu mínu er „lifandi vekjaraklukka“ og hún heitir Stjarna. Hún er 11 ára enskur cocker spaniel hundur og hún vaknar á sama tíma alla morgna, ofurspennt að fá morgunmatinn sinn. Hún vekur mig með kossi og drífur mig á fætur. Áður en ég stend upp, teygi ég mig í svolítið á náttborðinu mínu...þér dettur eflaust ekki í hug hvað það er en það er piparmyntu ilmkjarnaolíu. Ég dreg andann djúpt umleið og ég anda henni að mér. Það er hressandi ilmur að vakna við -og ég er tilbúin í daginn.

VATN
Eftir að hafa gefið hundunum mínum að borða fylli ég stóra glerglasið mitt af vatni og kreysti ferskan sítrónusafa út í (eða nota 2-3 dropa af sítrónu ilmkjarnaolíu). Ég bæti einnig við smávegis af engifer og cayenne (rauðum) pipar en það minnkar bólgur í líkamanum og eykur virkni andoxunar. Eitt það besta sem þú gerir fyrir þig er að drekka vatn um leið og þú vaknar, að minnsta kosti hálfan lítra. Vatn er nauðsynlegt. Það eykur á brennslu og losar þig við eiturefni úr líkamanum, er orkugjafi fyrir heilann og slær á hungurþörf. Ég mæli með við alla mína viðskiptavini að þeir drekki 2 lítra af vatni á dag.

SÁNABAÐ+ HUGLEIÐSLA+ ÞURRBURSTUN
Næst á dagskrá er sána og hugleiðsla. Sánabað hefur verið bjargvættur fyrir mig þar sem ég er með ansi slæmt tilfelli af liðagigt en þurr hitinn í sána minnkar verki og bólgur í liðum. Ég nota tímann í klefanum til að hugleiða og bursta líkamann frá hvirfli til ilja. Þetta tekur um 15-20 mínútur og svo fer ég í sturtu, sem ég enda á köldu vatni. Hugleiðsla hefur verið nokkuð fastur liður af mínu daglega lífi til fjölda ára. Það koma vissulega tímabil þar sem ég hugleiði ekki reglulega en þegar ég geri það hefur það alltaf jákvæð áhrif á mig. Ég lærði hugleiðslu hjá Dr. Deepak Chopra í Bandaríkjunum og nota smáforritið hans þegar ég hugleiði. Það heitir Ananda. Rannsóknir hafa sýnt framá að hugleiðsla hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Þú getur lesið nánar um þau í þessari grein frá hinni virtu Mayo klínik í BNA.

Þurrburstun losar um dauðar húðfrumur. Hún eykur jafnframt blóðflæði, sem ýtir þar með undir að líkaminn afeitri sig, en húðin er jú okkar stærsta líffæri. Aukinheldur örvar þurrburstun taugakerfið, sem hefur þau áhrif að mér finnst ég endurnærð.

PLANIÐ+MARKMIÐ+KAFFI
Nú er kominn tími til að setjast í uppáhalds stólinn minn og fá mér fyrsta kaffibolla dagsins. Hann er alltaf bestur. Ég fæ mér tvöfaldan espresso frá Nespressó, með 1 tsk af kókosolíu út í. Ég skrifa alla morgna í dagbók. Þar skipulegg ég „Planið“ mitt en það er öflug tækni sem ég kenni á námskeiðum mínum, sem felst í því að skrifa matarplan fyrirfram, þannig að þú ert aldrei að svara löngunum samdægurs. Einnig skrifa ég niður markmið mín og hugdettur sem ég fæ varðandi fyrirtækið mitt.

VINKONUSTUND
Þetta er mikilvæg stund fyrir mig. Nú er komið að því að skoða skilaboð frá vinkonum mínum alls staðar úr heiminum og svara þeim. Ég er í vinkonuhóp sem samanstendur af konum frá BNA, Bretlandi og mér, og við nýtum okkur smáforritið Marco Polo til þess. Það er mjög skemmtileg leið til að vera í sambandi í gegnum stutt videoskilaboð. Ég er þakklát fyrir samfélagsmiðla því þeir gera svo miklu auðveldara að vera í góðu sambandi við vini og fjölskyldu um heiminn. Vinkona mín ein í Bretlandi er sem dæmi daglega í sambandi við mig þessa dagana í gegnum WhatsApp forritið, en við erum að vinna saman að viðskiptahugmynd. Og svo tengi ég daglega við íslensku vinkonur mínar með símtölum, skilaboðum eða hittingi. Það að vera í sambandi við vinkonur mínar, er mikilvægur þáttur í mínu daglega lífi- og skiptir mig miklu máli.

GÖNGUTÚR Í NÁTTÚRUNNI + HLJÓÐVARP
Ég og hundarnir mínir, Stella og Stjarna, förum í göngutúr á hverjum morgni, eftir að Ísabella dóttir mín fer í skólann. Að fara daglega út í göngutúr er virkilega mikilvægur þáttur í því að hugsa vel um sjálfa mig. Sjórinn hefur mikið aðdráttarafl fyrir mig. Ég sæki í hann og þá stórkostlegu orku er ég fæ við nánd hans; að heyra ölduniðinn, finna lyktina og horfa út á haf. Það er afar nærandi fyrir mig. Hugsanlega hefur það eitthvað með að gera að vera alin upp í litlu sjávarþorpi. Ég segi gjarnan að náttúran sé mín kirkja.

Ennfremur nýti ég útivistina til að hlusta á hlaðvarp eða hljóðbók. Efnið sem ég kýs að hlusta á er tengt því að bæta lífið (e. self improvement) á einn eða annan hátt, svo og viðskiptatengt efni. Ætli ég hlusti ekki á fræðandi efni amk. 1-2 klst á dag. 10.000 skref daglega er markmiðið mitt, stundum er það eitthvað minna og aðra daga meira.

Hér er hlekkur á dásamlega og róandi slökunartónlist með fuglasöng. Svo fallegt. Þú getur hlustað á þessa svökölluðu „Fuglatónlist" með því að smella hér.

Þannig að svona er morgunrútínan mín. Ég hef þróað hana í gegnum árin og mikilvægi hennar verður meira eftir því sem árin færast yfir. Sá tími sem ég tek fyrir sjálfsrækt hefur hagnast mér margfallt. Það er ekki til umræðu hjá mér að hætta enda er þetta gífurlega mikilvægur þáttur í því að sýna sjálfri mér kærleika, hugsa vel um mig jafnt andlega sem og líkamlega- og ástæða þess að mér farnast vel í lífinu.

Geturðu deilt með mér einhverju í þinni morgunrútínu? Segðu mér endilega frá í kommentunum hér að neðan!

 -   -   -

Mornings are my absolute favorite time of the day. I cherish them.

When I go to bed I’m already looking forward to getting up and starting my morning routine! So here’s what I do;

WAKE UP
I get up somewhere between 5.30-6.00 everyday.

Usually I don’t need an alarm clock to wake up to. That is becuase my dog Stjarna wakes me up with a gentle nudge, followed by a big fat sloppy kiss or two. She’s always so excited to get going as she knows breakfast is waiting for her and she cant wait for her food and a walk on the beach. 

But some days waking up is more of a struggle than others so I have a handy little life hack that I use to freshen me up and get me moving in the morning. It’s so simple but so effective. Can you guess what it is? You’ll never guess this one...

It’s peppermint essential oil that lives on my night stand. One deep breathe of the peppermint is so invigorating and wakes me up in an instant.

WATER
After feeding my dogs I fill my1 litre glass jug of water with lemon and a little pinch of cayenne pepper and ginger give it an extra boost. The benefit of those extra ingredients is that they help with reducing immflamation as well as havingantioxidant benefits.

I promise you one of the best things you can do after you wake up is drink at least half a litre (500 ml/16oz) of water. Water fires up your metabolism, hydrates you, helps your body flush out toxins, gives your brain fuel, and may even help you eat less. It’s always worked for me. I recommend to all my clients that they drink 2 liters pr. day.

SAUNA+MEDITATION+DRY BRUSHING
Next is my sauna and meditation. Sauna has really been a life saver for me as I have a pretty aggressive case of rheumatoid arthritis. In my sauna I use the time to meditate and dry brush my body from top to toe. This takes about 15-20 minutes. Then I take a quick cold shower.

Meditation has been a regular part of my life for years. Sometimes I am more consistent than other times and when I do it always benefits me emotionally. I studied mediation with Deepak Chopra and use his app Ananda for meditation. Studies have shown that meditation positively impacts mental and physical health.There are numerous scientifically proved benefits of mediatation and you can read about it in this article „Meditation: A simple, fast way to reduce stress from The Mayo Clinic.

Here is a link to beautiful meditation music so called „Bird music". I love listening to birds out in nature myself. I find this music so calming and soothing. Please take a listen, click here

Dry brushing exfoliates the skin. It increases blood circulation and therefore helps with detoxifying the body, our skin is of course our largest organ. Furthermore dry brushing stimulates the nervous system, which leaves me feeling invigorated afterward.

24 HOUR PLAN + GOALS+ COFFEE
Now it is time for my journal and my first cup of coffee of the day, which I absolutely love. I have a double espresso (Nespresso) with a teaspoon of coconut oil. I sit down with my journal and write out my 24 hour food plan (which I teach in more detail in some of my courses) and every day I also write down my thoughts and goals, and brainstorm on new ideas for my business. 

CATCH UP WITH MY GIRLFRIENDS
This is such a precious time for me. I have messages from my girlfriends from all over the world and I always look forward to this special time. A group of friends which are located in the US, UK and Iceland have a Marco Polo group chat where we leave each other video messages which are so fun to keep up with. Thanks to social media I get to keep up with all my international friends with ease. A friend in The Uk and I leave each other Whats App messages throughout the day as we are working on a business project together. Then of course my amazing Icelandic girlfriends call and message each other. Keeping in touch with all my wonderful girlfriends is an important part of my day. It really means so much to me.

WALK IN NATURE + LISTEN TO A PODCAST
I take my dogs for a walk every morning after my daughter goes to school. Going for a walk outside in nature is an essential part of my self care routine. I always gravitate towards the ocean and am so blessed to live on the ocean front. So walking on the beach, listening to, smelling and taking in the beauty of the ocean is really a spiritual practice for me. Nature is my church. And while walking I listen to a podcast or an audiobook, either about self improvement or business. I would say I probably listen to 1-2 hours of material each day.

I try to get in about 10.000 steps a day, sometimes I walk less, sometimes a bit more but this is my daily goal.

 

So this is my morning routine. It is absolutely important to me and it is something I have developed over the years. Making self-care a non negotiable part of my daily life has benefited me in so many ways, and I would say is a big reason why I am so productive.

I would love if you would share with me something from your own morning routine. Please tell me in the comments below!


8 Responses

Steinþóra Fjóla
Steinþóra Fjóla

February 21, 2021

Sæl, þú ert svo mikil hvatning fyrir mig. Ég vakna um 8 fer frammúr og gef Kiko hundinum mínum síðan drekk ég stórt vatnsglas, persónuleg hirða og fæ mér kaffi (sem mig langar að minka) bý um rúmið mitt og tek til ef þarf. Prjóna til c. 11þa fer ég í göngu með Kíló eftir fallegum göngustíg reyni að ná 10,000 skref á dag stundum næ ég því stundum ekki.Mig langar að koma hugleiðslu inn, youga æfingum inn er búin að hugsa það svolítið en kem mér ekki í gang með það. Kveðja Fjóla

Steinunn Helgu Hákonardóttir
Steinunn Helgu Hákonardóttir

July 14, 2020

Sæl vertu Linda. Vakna kring um kl. 9.30 , hlusta á útvarpið, sturta, klæða, lesa blöðin og drekka kaffi + brauð með smjöri og osti. Fer og geng ca 4 km.

Unnur Sig
Unnur Sig

June 09, 2020

Þú ert svo mikil hvatning mín kæra 😘 Mín rútina í dag er kl 7:00 vakna ég og drekk vatn með sítrónu síðan hjóla ég í gymmið og æfi í ca 1 klst. Hjóla síðan niður að sjó og tek smá dýfu í hafinu 👍 kem heim og fæ mér annað vatnsglas með sítrónu …. stuttu seinna fl ég mér kaffi. Ég vil koma hugleiðslu inn í mína rútínu. Knús, Unnur

Hildur Einarsdóttir
Hildur Einarsdóttir

June 07, 2020

Ég vakna milli 8-9. ´´Eg er B manneskja. Ég byrja á því að fá mér stórt glas af vatni og les. Ég fer út að ganga með hundinn um kl. 11- og fæ mér Lindu-drykk þegar ég kem inn. Ég hugleiði flesta daga. Ég er úti eins og ég get með vinnumanninum sem er barnabarn mitt. Hann er 20 ára og er yndið mitt. Linda mín, Þegar ég las þína rútínu þá ætla ég að hafa það sem fyrirmynd mína. Þú mátt alveg gefa mér ráð á hvað er gaman að hlusta á á Podcasts. Kær kveðja Hildur.

Haraldur
Haraldur

June 07, 2020

Sæl Linda. Mínir föstu liðir að morgni hvers dags ársins. Les í 5-6 bókum með morgunkaffinu í ca 50-60 mínútur. Hlusta á músík ca. 10-12 mínútur. Síðan ýmislegt eftir atvikum, sem alls ekki fellur undir fasta rútínu. T. d. dagblöðin, heimilisstörf os.frv. (Hugleiði ca. 2-4 sinnum í viku á hvaða tíma dags sem hentar. Mest með aðstoð youtube.com en einnig á ýmsum stöðum sem bjóða uppá sameignlega hugleiðslu gegn vægu gjaldi. Ég ætla að prófa Ananda ef ég finn það á youtube.com).
Kveðja, Haraldur

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

June 07, 2020

Sæl Linda.
Ég vakna alltaf snemma, en ég hef einnig átt erfitt með svefn. Ég vakna kl. 7-8 og það er föst venja fyrir mig að fá mér alltaf vatn/stórt vatnsglasá morgnana og síðan kaffið mitt.
Það er eitt sem vantar inn í mína rútínu og það eru göngutúrarnir. Ég kem mér ekki af stað. Ég á enskan cocker, tík sem heitir Cassandra og er hún alltaf kölluð Sandra.
Ég bý í Borgarfirði í þéttbýli og yndisleg náttúran allsstaðar.
Það vantar bara eitthvað inn í líf mitt. Ég er svo líst, en langar að gera svo margt.
Mig langar að losa mig við áfengið. Það lætur mér alltaf líða illa daginn eftir, aum í öllum liðum.
Núna tala ég bara hreint út, ég hef ekkert að fela og treysti þér fullkomlega.

Mig vantar góð ráð og stuðning.
Ég missti vinnuna í vor. Ég braut aðra hnéskel ina fyrir 3 árum og get ekki hlaupið í dag, en ég get gengið. 😉 Samt á ég það til að fá verki í hnéð en læt það ekki aftra mér fari ég í göngutúra, sem kemur fyrir. Þyrfti bara að koma mér út á morgnana í göngu.
Jæja, hef þetta ekki lengra í bili.
Bestu kveðjur
Guðbjörg Elín

Þóra Bjarney
Þóra Bjarney

June 07, 2020

Gott að hrira þetta èg hef alls ekki verið dugleg að hugsa um mig, èg ætla að hafa þín ráð í huga, þetta er góð hvattning :)

Rachèle
Rachèle

June 07, 2020

Your routine sounds lovely. Can you share what podcasts and audiobooks you’re listening to? X