2 min read

Nærðu fegurðina 
Húðin er glugginn að innra heilbrigði og þegar líkaminn þinn er í lélegu formi sést það gjarnan fyrst á litaraftinu og útgeisluninni. Til að öðlast unglega útgeislun, geislandi bros, glansandi hár og almenna vellíðan, er góð næring og tími fyrir sjálfsumönnun lykilatriði. 
 
Byrjaðu í dag 
Góðu fréttirnar eru þær að það er aldrei of seint að byrja. Ef þú hefur ekki verið að sinna húðinni getur það samt verið nóg að gera örfáar breytingar á lífstílnum, mataræðinu og meðhöndlun húðarinnar. Byrjaðu daginn á volgu vatni (við stofuhita) og sítrónusafa til að súrefnisbinda líkamann og ljá honum vökva svo hann verði orkumeiri og hressari.  Þetta er fullkomin leið til að hefja daginn því þú ert ekki aðeins að koma pH- gildi líkamans í jafnvægi og hressa við ónæmiskerfið heldur að hreinsa blóðið í leiðinni. 

Góð næringleiðir af sér heilbrigða og unglega húð svo það er góð byrjun að byrja á því að draga úr neyslu á sykri, hveiti og unninni matvöru. Borðaðu meira af hreinni fæðu, aðallega úr jurtaríkinu. Mataræði sem inniheldur kolvetni með lágum sykurstuðli, gæða prótein, holla fitu og mikið af sterkjulausu grænmeti. Það mun gefa þér aukna orku, bæta húðina og draga úr sykurlöngun. 
 
Ferskur maturmeð miklu magni af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum er frábært vopnabúr fyrir húðina til að berjast gegn línum, hrukkum og þurrki; jafnvel betra en dýr krem. 

Ég er mikill aðdáandi heilsuþeytinga vegna þess að það er svo auðvelt að útbúa þá og fá ofurfæðu beint í kroppinn. Ég hef fengið mér þá daglega í mörg ár. Ef þú vilt skipta út einni máltíð á dag fyrir einn ofurdrykk þá er  28 daga Heilsuáskorun algjör snilld. Auðveld og áhrifarík leið til að fá dásamlega næringu og uppskera vellíðan- og allskyns aðra heilsubót.

UPPSKRIFT: ÆSKUBRUNNUR Í GLASI

Þessi þeytingur er stútfullur af megninu af því sem þarf til að skarta geislandi og heilbrigðri húð.

Kollagen er gott fyrir liðina, meltinguna, ónæmiskerfið, hárið og kemur jafnvægi á hormónabúskapinn. En einn helsti kostur kollagens er hversu gott það er fyrir húðina; sér í lagi þegar kemur að teygjanleika hennar. Það má segja að þessi þeytingur sé eins og æskubrunnur í glasi. 

Innihald:

2 þroskaðir bananar í bitum

½ bolli af brómberjum

½ bolli af bláberjum

2 kúfaðar skeiðar af kollagenpeptíðdufti

2 msk chia fræ

1 ½ bollar kókosvatn

Handfylli af klökum

Blandaðu öllum hráefnunum saman í öflugum blandara (ég nota Vitamix blandara) þar til blandan er kekkjalaus.
Njóttu!