1 min read

Heilandi fæða

Matur hefur margvísileg áhrif á okkur. Ég nýt þess best að borða bragðgóðan mat sem hefur líka góð áhrif á líkamann minn. Hér eru þrjár heilsubætandi og fegrandi fæðutegundir sem ég fæ mér oft. 

🍋 Sítrónur eru hreint ótrúlegt hreinsiefni sem innihalda yfir tvö hundruð ensím. Þær hafa einstaklega heilsubætandi áhrif á lifrina. Ég byrja alla morgna á vatnsglasi með nokkrum sítrónudropum út í. 

🥬 Grænkál er kraftmikið fegrunarfæði sem er stútfullt af jurtaefnum, trefjum og blaðgrænu sem byggir upp blóðið. Því hreinna sem blóðið er því fegurri erum við.

🧡 Túrmerik er vel þekkt Ayurveda-krydd sem býr yfir ótrúlegum andoxunareiginleikum. Það hindrar oxun og ver okkur fyrir skaða af völdum sindurefna og hjálpar okkur einnig að hreinsa efnaskiptaúrgang. Túrmerik styrkir einnig lifrina í okkur ásamt því að bæta björtum lit við matinn okkar.