2 min read

Ertu búin að vera mikið þreytt og slöpp undanfarið eða áttu það til að finna fyrir meiri þreytu nú þegar fer að vetra? Ertu með beinverki eða vöðva slappleika? Finnur þú fyrir kvíða og eða þunglyndi? Færð þú oft kvef, vírusa eða aðrar pestir?Ertu með mikið hárlos?

Þessi einkenni gætu stafað af D vítamín skorti. 

Nú þegar haustar er mikilvægt að fylla á D vítmín tankinn fyrir veturinn. Ef þú finnur fyrir einhverjum af ofantöldum einkennum væri það gott að láta mæla D-vítamín í blóðinu til þess að kanna stöðuna. Æskileg blóðgildi eru 50-150 nmól/L.

D-vítamín skortur er ekki bara tengdur við ofantöld einkenni, heldur líka aukið hættu á beinbrotum, krabbameini, sykursýki, hjartasjúkdómum og jafnvel geðsjúkdómum.

Líkaminn getur framleitt nægilegt magn af D-vítamíni ef við fáum nóg af sólskini, en því miður höfum við ekki þann möguleika hérna heima á Íslandi. Til að bæta upp fyrir skort á sólarljósi getum við tekið inn D vítamín hylki. Ég mæli með því að þú ræðir magnið við heimilislækninn þinn eftir niðurstöður úr blóðprufum. Það sem þú getur gert strax í dag er að borða mat sem inniheldur D-vítamín. Hér er listi af uppháldsmatnum mínum sem inniheldur mikið D-vítamín, ásamt uppskrift hér fyrir neðan, sem getur hjálpað þér að koma í veg fyrir D-vítamín skort.

Lax

Síld og sardínur

Eggjarauða

Sveppir

Það er engin tilviljun að flensu faraldurinn nái alltaf hámarki frá janúar til apríl því það er þá sem við höfum verið lengi inni yfir veturinn, ekki fengið nægt sólskin og höfum kannski líka verið að borða of mikinn sykur yfir hátíðarnar. Hugsum vel um okkur í vetur og komum í veg fyrir D vítamín skort. Mundu að það er alltaf betra að fyrirbyggja skort en reyna að bæta hann upp.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.