2 min read

Flestir kannast við að hafa einhvern tíma borðað mat til að láta sér líða vel. Þegar okkur líður illa, eitthvað hefur gengið á eða við erum þreyttar, pirraðar eða jafnvel með verki í líkamanum langar okkur oft að fá okkur ákveðna fæðu til að skapa vellíðan í líkamanum. Á ensku kallast þetta að sækja í „comfort food“ sem við þýðum hér yfir í íslenska orðið vellíðunarmatur.

En hvaða matur lætur okkur í alvörunni líða vel? Margir sækja í sælgæti, snakk og gos til að sefa sjálfið - en sú fæða lætur okkur yfirleitt líða enn verr eftir á, bæði líkamlega og andlega.

Hugsaðu aðeins til baka um það hvernig þér líður eftir að hafa borðað mikið nammi eða annan óhollan mat. Í staðinn fyrir að fórna framtíðarsjálfinu þínu (og markmiðinu sem þú hefur sett þér) með því að borða þennan mat getur þú auðveldlega valið hollari kost - sem bragðast vel og lætur þér líða vel. Vellíðunarmatur getur veitt okkur skynditímalausn eða langtímavellíðan, valið er þitt!

Gerðu ráð fyrir að þú munir vilja sækja í fæðu til að láta þér líða vel og planaðu fram í tímann. Hluti af því að vinna að markmiðum sínum er að búast við hindrunum og vera undirbúin því að bregðast við þeim. Hafðu fæðu tilbúna sem þú getur gripið í. Hér eru nokkur dæmi um það sem þú getur átt tilbúið:

- Hnetur, þurrkaðir ávextir og dökkt súkkulaði er gott að grípa í í staðinn fyrir sætindi. Búðu til blöndu af því sem þér þykir best sem þú getur skellt í skál. Pistasíuhnetur er sérlega bragðgóðar og tilvalið að borða þær í staðinn fyrir snakk. 

- Búðu til chia búðing og settu í frystinn. Æðislegt er að fá sé chia búðing með ferskum berjum í staðinn fyrir ís.

- Eitt það allra besta fyrir líkama og sál þegar að við þurfum eitthvað sem lætur okkur líða vel er heimalöguð súpa- það á sérstaklega við á þessum köldu vetrarmánuðum. Þú getur útbúið súpuna og fryst í minni skömmtun sem auðvelt er að grípa í.


Súpuuppskrift sem hlýjar og nærir, smelltu hér.

 

Magasínið með Lindu Pé kemur á netfang áskrifenda á sunnudögum. Áskrift er ókeypis,smelltu hér til að skrá þigsvo þú missir ekki af næsta Magasíni.