1 min read

Munkamáltíð

 

Í  LMLP prógramminu kenni ég konunum mínum áhrifaríkar leiðir til að þekkja líkamann sinn og stjórna máltíðum sínum betur. Ein slík leið er svokölluð munkamáltíð. Hún virkar svona: Sestu niður og borðaðu máltíð ein þíns liðs og veittu öllum merkjum líkamans athygli. Sittu ein með sjálfri þér í algjörri ró. Ekki hlusta, lesa eða horfa á sjónvarpið.

 

Taktu eftir því hvernig maturinn bragðast, hvernig áferðin er og taktu eftir því þegar líkaminn er orðinn saddur. Þegar þú prófar að borða meðvitað gætirðu tekið eftir einhverju sem þú hefur aldrei tekið eftir áður.

 

Skoðaðu hvað gerist hjá þér þegar þú ástundar munkamáltíð.

Hvaða tilfinningar koma upp?

 

Þegar þú hlustar á hungurmerki líkamans, stoppar þú fyrr við í staðinn fyrir að borða í hálfgerðu meðvitundarleysi og klára allt af disknum án þess að gefa hungur- og seddumerkjum líkamans gaum. Þetta er mjög áhrifarík aðferð til þess að borða ekki meira en líkaminn þarf á að halda.