2 min read

 

Undanfarin ár hefur máttur matar komið meira og meira í ljós. Það skiptir gríðarlegu málihvað við borðum og líka hvenær við borðum. Með réttri fæðu getum við byggt upp heilsuna okkar og búið til sterkan grunn fyrir framtíðina. 
 
Við þurfum ekki að fylgja einhverri sérstakri matarstefnu til að vera heilbrigð eins og t.d. vegan eða keto, telja hiteiningar eða makrós til þess að halda heilbrigði. Þetta þarf ekki að vera flókið. Í raun og veru erum við búnar að flækja málin allt of lengi. Það sem við þurfum er náttúruleg fæða sem er án aukaefna.  
 
Mitt mottó er að forðast mat sem framleiddur er í verksmiðju og borða þann mat sem framleiddur er af móður jörð. Ég legg mikla áherslu á grænmeti, prótín og holla fitu í mataræði mínu og eftir að ég byrjaði að sneiða fram hjá unninni matvöru að mestu hef ég fundið alveg gríðarlegan mun á eigin heilsu, vellíðan og útliti. 
 
Ég hef vanið mig á að fasta með hléum sem hefur bætt heilsu mína til muna og ég kenni það meðal annars í prógramminu mínu. Þarmaheilsa er líka eitthvað sem ég hugsa vel um því ég veit núna hversu mikil áhrif það hefur á líkamlega heilsu og ekki síður andlega heilsu.  

Vissir þú að 70% af hamingjuhormóninu seratónin er framleitt í þörmunum? 
 
Einn stólpinn í Heilsuviku LMLP prógrammsins er næringarleg heilsa. Þar fjalla ég um hvers konar næring eflir okkur og styrkir og þar förum við dýpra í hvernig fæða hefur áhrif á líðan okkar. Og það allra mikilvægasta sem við tölum um er: Hvað getur þú gert! Hvernig þú getur eflt heilsu þína í gengum næringu, haldið kjörþyngd og hvernig þér getur þér einfaldlega liðið betur.


 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af Magasíninu með Lindu Pé. 

Skráðu þig á biðlista fyrir LMLP prógrammið