2 min read

Við könnumst örugglega allar við það að þurfa að taka tillit til barnanna þegar að kemur að eldamennsku. Börn geta verið vandlát á mat og fjölskyldumáltíðin oft einföld og fljótleg.  Aðalatriðið að börnin fái eitthvað hollt að borða. Þegar börnin eru uppkomin og ekki lengur í mat alla data, er tilvalið að gefa eldamennskunni nýtt líf. Oft höfum við meiri tíma og getum prófað nýjan og spennandi mat. 

 

Okkur Ísabellu þykir gaman að prófa uppskriftir með spennandi matvörum eins og t.d ferskri engiferrót, fenniku eða kínóa. Við prófum okkur áfram með spennandi heilsudrykki þar sem að við blöndum oft saman hinum ólíklegustu matvælum (stundum tekst okkur vel og stundum ekki). Okkur þykir gaman að læra um hvaða matur gegnir hvaða hlutverki í líkamanum og hvernig við getum eflt heilsu okkar. 

 

Annað sem ég hef meiri tíma fyrir núna er að elda með vinkonum mínum. Við veljum spennandi uppskrift og eldum saman dýrindis máltíð og eigum saman góðar stundir. Sunnudagsbröns með góðum vinkonum er eitthvað sem ég mæli með og bröns þarf ekki að vera óhollur. Bústskála-bröns er frábær leið til að leyfa hugmynda fluginu að ráða, borða næringarríkan mat fullan af andoxunarefnum og eiga góðar stundir saman, kíktu á uppskriftina.

 

Notaðu nýjan kafla í lífinu til þess að prófa eitthvað nýtt, vertu opin fyrir nýjum upplýsing um hollustu. Notum líka tímann til hugsa um heilsuna. Í mínu mataræði legg ég áherslu á þetta þrennt.

- Prótín - Til að koma í veg fyrir vöðvarýrnun því þegar við eldumst þurfum við að fá nægt prótín.

- Fita - Holl fita er nauðsynleg fyrir heilastarfsemina, hún viðheldur heilbrigðri og glóandi húð. 

- Grænmeti - Til að fá næg andoxunarefni, vítamín, steinefni og trefjar borða ég grænmeti í allar máltíðir.