3 min read

English below.


Magasínið Lífið með Lindu Pé-alla sunnudaga.

Mig er búið að dreyma um að uppfæra vikulegu fréttabréfin mín og nú er það orðið að veruleika. Ég elska þegar ég kem hugmynd í framkvæmd! Þetta rafræna magasín sem ég sendi alla sunnudagsmorgna á þá sem eru skráðir á póstlistann minn (sjá uppl. neðar til að skrá þig), er mikilvægur hluti af því að miðla reynslu og þekkingu minni til þeirra sem hafa áhuga á að bæta líf sitt - eitthvað sem ég hef brennandi áhuga á að gera. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á tímaritum og magasínum, enda er ég meðal annars menntuð sem grafískur hönnuður, og nú fannst mér kominn tími til að setja þessi tvö áhugamál mín saman í vikulegt magasín!


Ég er þannig týpa að ég er knúin áfram hvern dag af forvitni og löngun til þess að lifa draumalífinu mínu. Ég er stöðugt að fræðast um leiðir og aðferðir sem ég get unnið með og kennt öðrum konum. Ég hef ástríðu fyrir því að hjálpa konum að bæta líf sitt og ævistarf mitt hefur verið tileinkað heilsu og vellíðan kvenna. 
 
Það sem hvetur mig áfram er að fylgjast með öllum konunum í LMLP prógramminu  mínu og sjá þær stórkostlegu breytingar sem þær eru að gera á eigin lífi með sjálfsvinnunni sem ég kenni þeim. Þær losa sig vissulega við aukakíló en ég sé það ítrekað að á endanum verður þyngdartapið einungis aukaafurð sem fylgir þessari mögnuðu vinnu sem þær fara í gegnum: Allt hugarfar þeirra breytist og þær gera mikilvægar breytingar á lífi sínu og uppgötva um leið hversu megnugar og stórkostlegar þær eru. Og það er fátt sem gleður mig jafn mikið og að fá að verða vitni að þessum breytingum. Hjarta mitt slær fyrir að hvetja þær áfram í að styrkja sjálfsmynd sína og auka trú á sjálfa sig og eigin getu. Ég vil að konur leiti til mín þegar þær vilja bæta lífstílinn sinn og viti að ég hef bæði þekkingu og menntun til að hjálpa þeim.
 
Í þessu vikulega vefriti ætla ég að fjalla um hvernig þú getur lifað draumalífinu þínu. Efnistök verða meðal annars; Lífstíll, heilsa, uppskriftir, fegurð, ferðalög, stíll, viðtöl og svo auðvitað innsýn inn í lífið mitt. Þetta vefrit verður hvatning til þeirra sem það lesa til að bæta eigin lífstíl og gera þær breytingar sem þarf til að lifa draumalífinu.  

Hlý kveðja,

- - -

The Magazine Life with Linda Pe- on Sundays.

I’ve dreamt about updating my weekly newsletter for some time and now it has finally happen. I just love when I put an idea into action! I will send the digital magazine to those on my mailing list, on Sundays, so make sure your are signed up. It is for free! (see below how to sign up). The magazine is an important part of sharing my experience and knowledge to those who are interested in improving their lives - sharing this information is something that I love to do. Also, being a graphic designer, I have always been interested in magazines and now I have finally put these two passions of mine together in this weekly magazine.

I’m the type of person that is driven by my longing to live my dreamlife. I´m curious and always learning new ways that I can work with and teach other women. I have this great passion and need to help women improve their lifes and my lifes-work has been dedicated to women’s health and wellbeing.

It greatly encourages me to follow all the women in my LMLP program and to see the amazing changes that happen in their lives. Sure, they loose the extra kilos, but in the end the weightloss becomes a by-product of the real and amazing change that happens in their life. Their whole mindset changes and they make real, lasting changes in their lives and discover how great and amazing they are. They start to believe in themselves! Seeing this makes me so happy and I love to encourage them and support in every way that I can.
 
In this weekly magazine I will talk about how you can live your dreamlife. I will send you articles about lifestyle, health, beauty tips, travelling, style, interviews, recipes and personal reflections and insights into my life. My wish is that this magazine will encourage readers to make the changes they need to live out their dreamlife. 

 

Warmly,

 

Skráðu þig í ókeypis magasínáskrift (íslensk útgáfa). Smelltu hér

Sign up for the weekly magazine, for free in ENGLISH. Click here.

All other info from me in English see here.