2 mínútna lesning

Við höfum öll lent í því að velta okkur upp úr sömu hugsunum aftur og aftur. Endurspila atburði í huganum, velta fyrir okkur hvað hefði betur mátt fara, hvað einhver sagði eða gerði – og hvernig við hefðum sjálf átt að bregðast við.

Það er mannlegt að festast í fortíðinni, en spurningin er þjónar það okkur?

Andy Warhol hafði einfalt svar þegar við festumst í þesssum hugsunum: „Hvað með það?“

Þessi þrjú orð geta verið byltingarkennd þegar kemur að því að sleppa takinu og halda áfram. Warhol trúði því að flest vandamál okkar séu ekki jafn stór og við höldum – heldur stækka þau í huga okkar, því við leyfum þeim það. Þegar við segjum „Og hvað með það?“ erum við ekki að afneita því sem gerðist – við erum einfaldlega að velja að gefa því ekki lengur vald yfir okkur.

Er þetta virkilega svona einfalt?

Já og nei. Það getur tekið tíma að venja sig á að sleppa tökunum, en í raun er þetta ákvörðun.. Prófaðu þetta næst þegar þú finnur að eitthvað er að angra þig. Spurðu þig eftirfarandi spurninga:

  • Skiptir þetta mig raunverulega máli til lengri tíma litið?

  • Er þetta þess virði að eyða orku minni í?

  • Mun þetta hafa áhrif á líf mitt ár héðan í frá?

Ef svarið er nei, þá veistu hvað þú á að gera.

Við erum oft okkar verstu óvinir. Við tökum hlutina of alvarlega, festumst í smáatriðum og búum jafnvel til vandamál sem eru ekki raunveruleg nema einna helst í hausnum á okkur. En ef við getum vanið okkur að segja „Og hvað með það?“ þegar við lendum í mótlæti eða pirringi, þá sínum við okkur mildi og okkur mun líða betur.

Lífið er of stutt til að burðast með óþarfa byrðar. Þannig að næst þegar þú ferð að velta þér upp úr því sem em einhver gerði eða sagði, spurðu þig þá: 

Og hvað með það?