1 min read

Ég ákvað að setja Podcast í loftið því mig langar að koma fróðleik mínum til sem flestra af því ég veit að hann getur hjálpað. Efnið sem ég tek fyrir er lífsþjálfun með áherslu á þyngdartap en ég er meðal annars menntuð sem lífsþjálfi með þyngdartap sem sérgrein. Þættirnir innihalda uppbyggilegan fróðleik og eru byggðir á reynslu minni við að hjálpa konum að ná stjórn á þyngd sinni. Ennfremur tek ég viðtöl við konur sem eru að vinna með mér í Prógramminu Lífið með Lindu Pé.Þar spjöllum við á léttum nótum og þær segja frá upplifun sinni og árangri. Ég vil hvetja þig til að hlusta, því ég er viss um að þú munt læra eitthvað nýtt með því að hlusta, ráð sem þú getur nýtt þér strax í eigin lífi. Ef þér finnst efnið áhugavert og vilt vinna dýpra með það og með mig sem þinn ráðgjafa, komdu þá yfir í Prógrammið Lífið með Lindu Pé. 

🎧 Yfir 20 þúsund manns hafa þegar hlustað ég er ótrúlega þakklát og glöð fyrir viðbrögðin.

🎙Ég vona að efnið og ráðleggingarnar mínar geti nýst þér strax í eigin lífi. Markmið mitt er að það geri líf þitt örlítið léttara.

→ Þú finnur podcastið Lífið með Lindu Pé á Apple Podcast  og Spotify.

Mundu að smella á “subscribe” svo þú missir ekki af nýjum þáttum en þeir fara í loftið alla mánudaga. 

 

P.s. Ég yrði ótrúlega þakklát ef þú gæfir mér 5 stjörnu umsögn inn á Apple Podcast. Það hjálpar mér að koma efninu til sem flestra. Fyrirfram þakkir. 

 

My podcast is currently only offered in Icelandic.