5 min read

Er til rétt og röng leið til að léttast?

Ég tel svo vera en eflaust ekki á sama hátt og þú heldur.

Þegar viðskiptavinir mínir hafa samband og vilja vinna með mér í því skyni að léttast segja þeir yfirleitt ástæðuna vera þá að þér séu ósáttir við stærð sína eða töluna á vigtinni. Sem þyngdartapsþjálfi átta ég mig á því að það liggur meira að baki, ekki síst hjá konum sem hafa verið í endalausum megrunum í gegnum tíðina. Oft leynist viðhorfakerfi undir niðri sem felur í sér þá trú að þær eigi ekki neitt gott skilið og í undirmeðvitundinni hafa þær andúð á sér fyrir að vera ekki grannar.

Þegar þessi hugsunarháttur er við stjórnvölinn snýst þyngdartapið um að neita sér um mat með skorti og takmörkunum með viljastyrkinn einan að vopni. Undirliggjandi skilaboðin eru þau að þú sért stjórnlaus og þurfir að hafa stjórn á þér og sért því ekki nógu góð eins og þú ert. Undirstaða þessa hugsunarháttar er ótti, óttinn við að verða stjórnlaus hafirðu ekki stjórn á mataræðinu, líkamanum þínum og því magni af mat sem þú innbyrðir.

Það sem ég kenni viðskiptavinum mínum um að léttast á heilbrigðan og sjálfbæran máta, eða réttu leiðina til að léttast, er að fylgjast með líkama og huga og ná nægri tengingu til að vita hvað það er sem þeir raunverulega vilja öðlast til lengri tíma litið. Þetta hugarfar varðandi þyngdartap er ólíkt öllum öðrum megrunum og heilsuprógrömmum. Skilaboðin sem liggja til grundvallar eru sjálfsást og einlæg umhyggja fyrir líkama þínum og heilsu. Undirstaða þessa hugarfars er kærleikurinn.

Ég hjálpa viðskiptavinum mínum að fara frá því að afneitasjálfum sér á öllum sviðum yfir í að gefa sér leyfiá öllum sviðum. Það er sjálfskærleikur. Hann snýst um að eiga í nánu sambandi við sjálfa þig og gefa sjálfri þér leyfi til að hafa langanir, tilfinningar, þrár o.s.frv. í stað þess að deyfa þig í gegnum þær.

Að mínu mati snýst þessi vinna um svo mikið meira en þyngdartap. Þyngdartap er bara jákvæð afleiðing þess að leyfa sjálfri þér að segja sannleikann um það sem er í gangi hjá þér með því að hlusta á og vera meðvituð um tilfinningar þínar og það sem er að gerast í líkamanum þínum.

Þú veist að þú ert að léttast á réttan hátt þegar þú getur fylgst með sjálfri þér án þess að dæma þig. Þegar þú skuldbindur þig til að vinna þessa sjálfsvinnu ákveðurðu í leiðinni að taka meðvitaðar ákvarðanir um það að velja það sem þér er fyrir bestu. Staðfestan og aginn spretta af kærleika og sjálfsvirðingu en ekki refsingu.

Það er ekki þar með sagt að þetta verði ekki krefjandi. Það eru allar líkur á því að það komi krefjandi tímar en þú munt líta öðruvísi á þá. Þú munt ná áttum áður en þú hefur borðað þig í gegnum hálfan snakkpoka í andlegri þoku og nærð að taka ákvörðun um að hætta að tyggja og vera til staðar í núinu með tilfinningum þínu. Þú munt vaxa í gegnum óþægindin og uppgötva það sem raunverulega á sér stað í hjartanu, huganum og sálinni.

Með kærleikann að leiðarljósi færðu sterka þrá til að hugsa vel um þig bæði líkamlega og tilfinningalega. Þú seður hungrið og gefur líkamanum eldsneyti með ferskri matvöru og hollri fitu. Og síðast en ekki síst, það sem aðgreinir það sem ég kenni um þyngdartapi frá öllum öðrum prógrömmum, er að þú munt læra að taka alla löngunina sem beindist áður að mat og breyta henni í löngun til að lifa lífinu!

Þannig að svarið er já. Já, það ER til rétt leið til að léttast og þú munt vita það þegar þú ert á réttri leið vegna þess að drifkrafturinn og undirliggjandi tilfinningar verða samkennd, einurð, sjálfssamþykki og síðast en ekki síst, skilyrðislaus ást frá þér til þín.

 

Þú mátt endilega smella á „like" hnappinn eða deila þessari grein ef þér líkar hún. Takk fyrir!

- - - 

Is there a right and wrong way to lose weight?

I believe so, but it isn’t what you’re probably thinking.

When my clients reach out to me to work together on weight loss, they often come to me and tell me they want to lose weight because they do not find their body weight or size acceptable. As a weight loss coach, I understand that there is usually much more to the story, especially for women who have spent their entire lives dieting or yo-yo dieting. Often, there is a belief system underneath the disdain of their bodies, that they’re not worthy and at an unconscious level, they dislike themselves for not being thin.

Approaching weight loss from this mentality usually involves depravation and restriction and comes from a place of sheer willpower. The underlying message this type of attempt at weight loss conveys is you’re out of control and you need to be controlled and you’re not good enough the way you are. Fear lies at the root of this mentality, that if you don’t control your diet and food intake and body, you’ll lose all control.

What I teach my clients about healthy and sustainable weight loss, or weight loss the right way, is to pay attention to their body and mind and become connected enough to know what they genuinely want for the long term for themselves. This mentality of weight loss is unlike any diet or health program out there. The underlying message of this way is you love yourself and genuinely care about the well-being of your body and health. Love lies at the root of this mentality.

I help my clients go from denyingthemselves in every aspect, to allowing themselves in every aspect. This is self-love. It’s having intimacy with yourself, allowing yourself to have desires, emotions, cravings, etc. instead of buffering your way through them.

In my opinion, this work is about so much more than weight loss. Weight loss is just the positive consequence of allowing yourself to tell the truth about what’s going on with you by listening to the vibrations and emotions in your body. 

When you’re doing it the right way, you’ll know because you will be able to observe yourself without judgement. When you commit to this type of work, you commit to making conscious decisions for your best interest and commitment and discipline come from a place of love and respect from yourself, not punishment.

This is not to say that when you learn this work it will not be challenging. Chances are, there will always be challenging times, but you will recognize them differently. You will recognize them before you’ve fog eaten through half a bag of chips and be able to make a choice to take pause and be present with your emotions. You’ll be able to go grow through the discomfort and discover what’s really going on with your heart, mind, and soul.

From this place of love, you will desire to take care of yourself physically and emotionally. You will satiate your hunger and fuel your body with fresh produce and healthy fats. And most importantly, what sets the way I teach weight loss apart from any other program out there, is you will learn to take all the desire that you were channeling into food, and instead channel it into living your life!

So yes, there IS a right way to lose weight and you will know if you’re doing it right because the driving force and underlying feelings will be compassion, determination, self-acceptance, and most importantly, unconditional love for yourself.

 

Please like or share this post if it resonates with you. Thanks!

 

 

Prógrammið Lífið með Lindu Pé.
Hættu að borða of mikið