1 min read

Það er alltaf gaman að fá hrós fyrir fallega, heilbrigða og glóandi húð. Húðin þekur jú stærstan hluta líkamans og segir mikið til um hvernig við hugsum um okkur sjálf, næringu, hreyfingu og þess háttar. Húðin er í raun spegill heilsu okkar, jafnt að innan sem og utan. Eitt gott ráð til að hreinsa húðina og koma henni í glóandi gott jafnvægi er að svitna, t.d. með því að fara í sauna. 
 
Með svitanum losum við eiturefni út í gegnum húðina, og þannig helst hún hrein, frísk og glóandi. Í gegnum svitaholurnar hreinsast húðin og hún verður mýkri og yfirborðahreinni. Góðar leiðir til þess að svitna eru auðvitað að taka á því líkamlega með hreyfingu úti eða í ræktinni með ástundum hot jóga og svo auðvitað með því að fara í saunabað. Kostir þess að fara í sauna er m.a. aukin efnaskipti, þyngdartap, aukin blóðrás, verkjaminnkun, vinnur gegn öldrun, endurnýjar húð, bætir hjarta- og æðastarfsemi, bætir ónæmiskerfi, bætir svefn, streitustjórnun og eykur slökun. Ég get ekki dásamað reglulegar saunaferðir nægjanlega vel.

 

Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé. 

Smella hér til að skrá mig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.