3 min read

English below ↓

Í dag vil ég ræða við þig fylgnina á milli sjálfsræktar og þess að grennast. Sjálfsrækt er tískuorð, sérstaklega á samfélagsmiðlum.

Hvað finnst þér um það þegar þú heyrir orðið? Oftast sjáum við myndir af einhverjum í freyðibaði eða að njóta heimadekurs og það er kallað sjálfsrækt. Þó svo að þessar athafnir séu vissulega hluti af því að rækta sjálfan sig þá snýst raunveruleg sjálfsrækt um eitthvað mikið dýpra. Sannleikurinn er sá að hún er ekki alltaf skemmtileg eða töfrandi.

Þegar kemur að heilbrigði og því að grennast snýst sjálfsrækt um að standa við skuldbindingar okkar og fylgja því eftir sem við teljum okkur fyrir bestu. Hún snýst um það hvernig við lærum að ná þeim ánægjulega langtímaárangri sem við erum að leita að í stað þess að sætta okkur við skammtímalausnir sem hafa alltaf aðrar afleiðingar en þær sem við viljum.

Með því að skuldbinda sig til að léttast og heiðra þá skuldbindingu við okkur sjálf stundum við raunverulega sjálfsrækt. Að hugsa vel um okkur sjálf fyrst svo við getum verið til staðar fyrir ástvini okkar.

Sönn sjálfsrækt er ...

* Að standa við það að berja okkur ekki niður undir neinum kringumstæðum.

* Að heiðra skuldbindingar okkar við okkur sjálf.

* Að gera áætlanir fyrir krefjandi aðstæður.

* Að standa með okkur sjálfum þegar við erum staðráðin í einhverju.

* Að vera blíð við okkur sjálf þegar við upplifum erfiðar tilfinningar.

* Að leyfa okkur að vera kyrr.

* Að velja að sleppa því að gera hluti sem eru okkur skaðlegir.

Þetta er allt sjálfsrækt. Hún snýst um að taka tíma í að forgangsraða því sem þér er mikilvægt, taka tíma í að komast að því hvað þú vilt og gera það að því mikilvægasta í lífi þínu.

-   -   -

Today I want to share about the correlation between self-care and weight loss. Self-care is quite a buzz word, especially on social media. What do you think of when you hear the term? Often, we see pictures of someone taking a bubble bath or giving themselves an at-home spa treatment and calling it self-care. While those activities certainly have a place in taking care of yourself, true self-care is about something much deeper. It isn’t always fun or glamorous.

In relation to weight loss and being healthy, self-care is honoring our commitments and follow through with ourselves. It is how we learn to get the long-term, pleasurable results that we're looking for instead of always settling for short term fixes that always have unintended consequences.

By committing to losing weight, and honoring that commitment to ourselves, that is the act of true self-care. Taking care of ourselves first, so we can show up well for our loved ones better.

 

True self-care is…

*Having a commitment to not beating ourselves up under any circumstance.

 *Honoring our commitments to ourselves.

*Making plans for challenging situations.

*Having our own backs when we're committed to something.

*Being tender with ourselves when we're going through a difficult emotion.

*Allowing ourselves to be still.

*Not choosing to do things that are harmful to ourselves.

That's all self-care. It’s taking the time to prioritize what's important to you, taking time to find out what you want, and making that be the most important in your life.

 

Have you tried any of the tools I’ve shared? I would love to hear from you in the comments below.