2 min read

Hvernig er sjálfsmyndin þín?
Þú getur aðeins skapað að enda sjálfsmyndar þinnar. Því sjálfsmynd þín skapar það líf sem þú lifir í dag. Og ef þú vilt gera breytingar þar á þarftu að vinna í sjálfsmynd þinni og þar byrjum við á hugsunarhættinum.

Við trúum allt of oft bullinu sem við erum að hugsa því það bara skýtur upp kollinum. Ég ákveð hverju ég ætla að trúa og ef það þýðir að ég þurfi að vanda mig og hugsa hugsanir mínar meðvitað þá geri ég það.

Það er ekki þess virði að trúa sjálfgefnum efasemdum og ljótu sjálfsniðurrifi, bara vegna þess að því skýtur upp í kollinum á okkur.

Ef þú lítur í kringum þig, á lífið þitt,  þá er það allt sköpun hugsanna þinna. Hugsanir sem þú hugsaðir í fortíðinni, bjuggu til allt í kringum þig. Þú þarft ekki að leita lengra til þess að  sjá mátt hugsanna þinna. Þannig að ef þú vilt breyta lífinu þínu þarft að byrja á því að breyta hugsunum þínum.

Allt sem þú hugsar skapar líf þitt. Ef þú vilt meðvitað breyta lífi þínu þarftu að velja hugsanir þínar vandlega. Meðvitaðar hugsanir koma frá framtíðarsjálfinu þínu, manneskjunni sem þú vilt vera. Ein veistu hver þú vilt vera, eftir til dæmis eitt ár? Svaraðu þeirri spurningu fyrir, fyrir þig.

Þegar þú skiptir frá því að hugsa út frá því sem var í stað þess sem getur orðið, þá ferðu að framkalla framtíðina þína.Ég hef sjálf gert miklar breytingar á eigin lífi, og líðan, með því að vera meðvituð um hugsanir mínar. Með því hef ég náð að gera stórfenglegar breytingar á lífi mínu og síðast en ekki síst á líðan minni. Það fylgir þessu svo mikið frelsi! Og líf mitt verður bara betra og betra.Ég neita að nota fortíð mína til að spá fyrir um framtíð mína.

Ég vil hvetja þig til að byrja strax í dag
að vera meðvituð/aður um orðin sem þú segið við þig. Samtalið sem þú átt við þig og færa það upp á hærra stig. Æfðu þig í að tala eins og framtíðarsjálfið þitt myndi tala. Við ættum að tala betur við okkur sjálf/ar en nokkra aðra manneskju. Þ
á upplifirðu allt aðra orku, aðrar tilfinningar, sem munu þjóna þér á allt annan hátt og auðga líf þitt meira en þú getur ímyndað þér í dag.

Þegar við viljum bæta sjálfsmynd okkar þurfum við að byrja á því að fókusera á hugsunarháttinn. Það er grunnurinn að öllu sem við vinnum með í Prógramminu Lífið m/Lindu Pé. Ef þú vilt bæta sjálfsmyndina þína þá vil ég hvetja þig til að koma í Prógrammið Lífið með Lindu Pé. Við vinnum með sjálfsmyndina- og þú losnar jafnframt við aukakílóin. Þetta er besta og áhrifaríkasta leiðin til að bæta andlega og tilfinningalega heilsu-og síðast en ekki síst, að losna við aukakílóin. Því heilinn er jú stærsta verkfærið til að ná árangri varðandi þyngdartap. Láttu þig hlakka til að stíga þetta skref og bæta líðan þína, andlega sem og líkamlega.

Prógrammið Lífið með Lindu Pé, smelltu hér.

 

 

Þú getur hlustað á þetta efni í Podcastinu Lífið með Lindu Pé með því að smella hér: Apple Podcast  Spotify