2 min read
Til að elta draumana
Sjálfsöryggi er hæfileiki sem er hægt að byggja upp. Það er ekki eitthvað sem einhver fæðist með. Það er ekki að mistakast aldrei.Það er ekki að vera nú þegar góð í einhverju. Það er ekki að vera óttalaus. Það er ekki að finna ekki fyrir sjálfsefa.
Sjálfsöryggi er tilfinning sem kemur alltaf frá hugsun. Sjálfsöryggi er þegar við treystum okkur sjálfum, getu okkar og ákvörðunum okkar. Allar tilfinningar koma frá hugsunum þínum.
Þú byggir upp sjálfsöryggi með því að hugsa hugsanir sem framkalla sjálfsöryggi og grípa svo til kröftugra aðgerða sem styrkja þá hugsun.Þessu er ekki öfugt farið eins og við höfum haldið!
Við höfum alltaf haldið að við þurfum að afreka eitthvað fyrst og heyra aðra segja okkur að við séum góðar í því og þá trúum við því og þá verðum við sjálfsöruggar.
En það skiptir engu máli hvað aðrir segja okkur oft að við séum góðar í einhverju.Við þurfum að trúa því sjálfar. Annars snúum við út úr hrósinu í huga okkar. Við segjum okkar eitthvað á borð við „hann er að segja þetta til að láta mér líða betur” eða eitthvað á þá leið.
Það er munur á sjálfsöryggi og öryggi. Öryggi kemur úr fortíðinni og utanaðkomandi sönnunum. Við upplifum öryggi þegar við höfum gert eitthvað áður og við vitum að við erum góðar í því.
Sjálfsöryggi kemur innan frá. Það er vilji til að upplifa allar tilfinningar og vita að maður stendur með sér sama hvað. Sjálfsöryggi er viljinn til að gera eitthvað nýtt og vita að það versta er tilfinning og við ráðum við allar tilfinningar.
Það er mjög mikilvægt að greina á milli þessara tveggja þátta. Annað kemur innan frá og hitt er byggt á utanaðkomandi sönnunum. Sjálfsöryggi er tilfinning vaxtar. Hún hvetur okkur til að halda áfram og elta draumana okkar.