4 min read

Jólahátíðin er mætt enn og aftur í öllu sínu veldi. Sumum finnst erfitt að standast freistingar í mat og drykk, er fylgja gjarnan hátíðum. Og þú þekkir eflaust að hafa einhverntímann borðað mun meira en þú ætlaðir þér, eða hvað? Ef þú vilt markvisst skipuleggja þig og fyrirbyggja þyngdaraukningu og vanlíðan sem fylgir ofáti, þá eru hér fjögur ráð frá mér til þín, svo þú þyngist ekki yfir hátíðirnar. 
  
1. Engir millibitar
Þú þarft ekki á millibitum að halda. Slepptu þeim alveg. Heilinn mun eflaust segja þér að þú munir deyja samstundis látir þú ekki eftir þér að fá þér, en þú lifir það af. Trúðu mér! Þetta snýst um að vera meðvitaður um langanir sem skjóta upp í kollinum á okkur, og leyfa þeim að fara í gegn án þess að svara kallinu. Flestar langanir vara í hámark tíu mínútur, en oftar nær 60 sekúndum. Vandamálið er að við erum bara svo fljót að svara þeim að við oft búin að stinga einhverju upp í okkur hugsanalaust. Fáðu þér heldur vatnsglas og bíddu í 15 mínútur, þá er löngunin liðin hjá. Stundum erum við einfaldlega þyrst þegar við teljum okkur vera svöng. 

Ég vil bjóða þér að hlusta á ókeypis efni þar sem ég kenni þér á hungurmerki líkamans. Hungurkvarðinn er þáttur nr. 4 í Podcastinu Lífið með Lindu Pé. Smelltu til að hlusta á Spotifyeða Apple Podcast.
 
2. Jákvæð eða neikvæð?
Næring er undirstaða heilsu okkar. Þess vegna er mikilvægt að hugsa um það sem við setjum ofan í okkur og hvaðan það kemur. Í hvert sinn sem við borðum eða drekkum ættum við að spyrja okkur:  „Mun þetta hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á líkama minn?“  
 
3. Matarplan og fasta
Gerðu skriflegt matarplan. Skrifaðu niður 24 klst fram í tímann, hvað þú ætlar nákvæmlega að borða og drekka næsta dag, og farðu að fullu eftir því. Útbúðu matarplan sem gerir þér líkamlega gott. Ákveddu svokallaðan „matarglugga” sem er sá tími sem þú ætlar að borða og þar með „fasta með hléum”, sem er tíminn utan matargluggans. Sem dæmi gætirðu ákveðið að matarglugginn þinn sé frá 8 til 20, sem eru 12 tímar og þá fastarðu í aðra 12 tíma.  Prufaðu þig áfram og finndu út hvað hentar þér best. Stattu með þér og taktu ábyrgð.

Ég vil bjóða þér að hlusta á ókeypis efni þar sem ég fræði þig nánar um Planið. Þáttur nr. 3 í Podcastinu Lífið með Lindu Pé. Smelltu til að hlusta á Spotify eða Apple Podcast.
  
4. Saðsamur og bragðgóður heilsudrykkur
Fyrir þau ykkar sem vilja ekki bæta á ykkur yfir hátíðirnar (og kannski léttast?) er kjörið að fá sér heilsudrykk í staðinn fyrir máltíð. Það er gott að neyta hans sem fyrstu máltíðar dagsins, skipta málíð út fyrir heilsudrykk, og mörgum finnst það vera besta leiðin til að halda sig á beinu brautinni. Að hefja daginn á hollustubombu eins og þessir heilsudrykkir eru, hjálpar flestum að velja betri og hollari mat yfir daginn. Að fá sér einn heilsudrykk úr 28 daga Heilsuáskoruninni minni, er einföld og bragðgóð lausn sem virkar mjög vel!
Virkilega einfalt: Þú sumsé skiptir út einni máltíð (að eigin vali) fyrir einn ljúffengan heilsudrykk, og hafðu í huga að þetta eru saðsamir þeytingar, ekki safar.

Ef þú hefur þegar farið í gegnum 28 daga Heilsuáskorun, þá legg ég til að þú farir í gegnum hana aftur nú um, hátíðirnar. Ef þú hefur ekki enn látið af því verða að fara í gegnum heilsuákrounina, þá skaltu taka ákvörðun og byrja núna. Einn drykkur úr 28 daga Heilsuáskorun í staðinn fyrir eina máltíð í gegnum hátíðirnar, er algjörlega málið! Þú verður ekki svikin/n af því. 

Smelltu hértil að panta 28 daga Heilsuáskorun og taktu hana með þér í gegnum hátíðirnar.

- - - 

The holidays are approaching fast. With many reasons to indulge in a lot of delicious food and drinks. If you want to be proactive this year and make sure you do not gain weight over the holidays (as many have come to regard as a normal thing), here are a few tips from me to help you not to overeat.
 
 1. No snacking
You do not need a snack. Your brain will probably tell you that if you do not have a snack immediately you will die. But you won’t, believe me! Notice your thoughts, let them be there and go through without reacting to them. Do not snack. Have a glass of water instead. Sometimes we are simply thirsty when we mistake it for hunger.
 
2. A positive or a negative?
Nutrition is the foundation of our health. That´s why it is important to think about what we put into our mouths, and where it came from, everytime we eat or drink, and ask ourselves the question „Will this have a positive or negative impact on my body?“
 
3. Make a protocol
A protocol is a food plan you create based on reducing your body´s insulin. Create a protocol that will benefit you physically. It is a plan you make with yourself  24 hours in advance and you commit to adhering to it. Decide on an eating window to allow for intermitten fasting. For example you can start by deciding only to eat between 8 am – 8 pm, which is a 12 hour eating window, meaning you only eat between those hours (8-8). Then you are intermitten fasting for the other 12 hours. Experiment with it and find out what works best for you.
 
4. Supersmoothie
Have one supersmoothie a day. Change a meal out for one supersmoothie and you have fueled your body with all the nutritients it needs for the day. You will feel amazing. I have a result driven, fantastic 28 day Healthprogram, but unfortunately it is currently only offered in Icelandic.