8 min read

English below ↓

„Það sem þú metur að verðleikum, vex að verðleikum.” Ég elska þessa tilvitnun vegna þess að hún á svo vel við líf mitt. Hvað er það fyrsta sem þér dettur til hugar þegar þú hugsar um það sem þú ert þakklát fyrir?

Kemur þú sjálf upp í hugann?

Mig langar að ræða sérstaklega um sjálfsvirði, eða sjálfsviðurkenningu. Einn aðalþáttur sjálfsviðurkenningu er athygli, sem er nokkuð sem við höfum rætt talsvert um í prógramminu. Ég hef áður talað um hversu mikilvægt það er að veita okkur sjálfum athygli og gefa því gaum sem er að gerast í huga okkar því það skiptir sköpum fyrir líkamlega og tilfinningalega sjálfsrækt. Það sama á við um sjálfsviðurkenninguna.

Orðið viðurkenning merkir að gangast við og viðurkenna virði einhvers og þegar ég velti fyrir mér hvenær við notum orðið oftast þá er það til að ræða hversu mikið við kunnum að meta annað fólk og það sem það gerir. Ég hugsa einnig um það í tengslum við virði heimilis eða peninga sem er vel fjárfest og eykur virði sitt. Ég trúi því að það sama eigi við um okkur. Þegar við fjárfestum í okkur sjálfum eykst viðurkenning okkar á okkur sjálfum sem þýðir að virði okkar hefur aukist. Ein leið til að gera þetta er að taka frá tíma daglega til að ástunda þakklæti fyrir okkur sjálfar.

Hugsaðu um hvernig það er þegar þú kaupir nýjan bíl. Markmiðið er að þú vilt kunna að meta bílinn og vera sjúk í hann svo þú veitir honum heilmikla athygli áður en þú kaupir hann. Þú veltir smáatriðum bílsins fyrir þér; pælir í hversu miklu hann eyðir og hvernig græjur eru í honum. Þú kannar stærð vélar og farangursrýmis og ferð í reynsluakstur til að vera nú alveg viss um að það sé gott að keyra hann. Þú veltir kostum bílsins fyrir þér og þannig hækkar virði hans svo mikið að þér þykir þess virði að kaupa hann.

Það er einmitt það sem ég legg til að þú gerir líka við þig; takir stöðuna á sjálfri þér. Að þú gefir þér tíma til að einbeita þér að því sem þér þykir vænt um og kannt að meta við sjálfa þig. Finndu það sem gerir þig dýrmæta.

Þegar ég ræði þessa gerð sjálfsræktar við viðskiptavini mína bið ég þá um að skrifa niður 12 atriði sem þeir kunna að meta við sig. Sumum þykir það gríðarlega krefjandi því þeir eyða meiri tíma í að hugsa um það sem þeim þykir miður við sjálfa sig, en þetta neyðir þá til að hægja nægilega á sér til að gangast við og taka eftir kostum sem þeir kunna raunverulega að meta. Þegar við einbeitum okkur að þessum atriðum og gefum þeim gaum stækka þau og það gefur okkur tækifæri til að uppskera ríkulega.

Náðu þér í blað og skrifaðu niður 12 atriði sem þú kannt að meta við sjálfa þig. Hugsaðu um þessa æfingu sem ferli. (Ef þetta er mjög krefjandi fyrir þig skaltu prófa að byrja á einhverju litlu. Til dæmis þeirri staðreynd að þú sért með huga sem er fær um að hugsa og líkama sem getur gengið. Það er dýrmætt. Einbeittu þér að svona atriðum og reyndu síðan að fara aðeins dýpra.)

Hér eru nokkur dýpri dæmi:

 • Ég kann að meta það að ég er góð móðir.
 • Ég kann að meta það að ég er fróðleiksfús.
 • Ég kann að meta það að ég er þrautseig.
 • Ég kann að meta það að ég fer með hundana mína í göngutúr á ströndinni á hverjum degi.
 • Ég kann að meta það að ég næri líkama minn með góðum mat.
 • Ég kann að meta það að ég er ævintýragjörn, elska að ferðast og kynnast nýrri menningu.
 • Ég kann að meta kímnigáfuna mína.
 • Ég kann að meta það að ég er traustur vinur.

Þetta eru falleg dæmi um það sem við ættum að vera stoltar af, en ég held að okkur líði gjarnan þannig að ef við gefum okkur tíma til að vera þakklátar fyrir okkur og meta okkur að verðleikum séum við hrokafullar eða montnar. En dagleg stund, sem við verjum í að viðurkenna okkur eins og við erum og gefa okkur nægan gaum til að skoða það sem á sér stað innra með okkur, er í raun ákveðin tegund sjálfsræktar og sjálfsumhyggju.

Þú þarft ekki að deila þessum lista með neinum en ég hvet þig virkilega til að skrifa hann niður fyrir þig sjálfa. Gefðu sjálfri þér þessa stund þakklætis og viðurkenningar. Hvað er það sem þú kannt að meta við sjálfa þig?

Það sem ég hef tekið eftir að gerist er að það sem þú viðurkennir og kannt að meta við sjálfa þig eru eiginleikarnir sem munu vaxa og dafna! Með öðrum orðum, þá er það á þessum sviðum sem þú munt halda áfram að þróast og blómstra!

Okkur hættir til að eyða allt of miklum tíma í að hugsa um það sem við erum ósátt við í okkar fari og eyðum löngum stundum í að reyna stöðugt að laga alla þessa hluti. Í staðinn mæli ég með því að þú beinir orkunni í að hugsa um hluti sem láta þér líða vel.

Þegar þú byggir upp vöðvann til að hugsa um jákvæðu hlutina um sjálfa þig í stað þeirra neikvæðu kemstu að því að þú getur gert mjög hraða breytingu á orkunni með einfaldri tilfærslu á hugsunum. Því betur sem þú getur stýrt huganum, sagt honum hvað hann á að einblína á, jafnvel í litlu mæli, því öflugri verður þú sem stjórnandi eigin hugar. Í ofanálag verðurðu svo ánægðari með þig því meira sem þú metur sjálfa þig að verðleikum! Þú ert ekki aðeins að stýra huganum, heldur einnig að beina huganum í þá átt að fara að meta sjálfa þig meira, sem er tegund sjálfsræktar sem gjarnan er vanrækt.

Og það sem þú ert að hugsa um verður að árangri þínum! Þetta er leiðin í átt að sjálfsást og samkenndar í eigin garð sem gefur af sér ríkulegt og gleðilegt líf!

Segðu mér endilega í athugasemdunum hér að neðan hvað þú kannt að meta við sjálfa/n þig!

- - -

“What you appreciate, appreciates.” I love this quote because it has rung so true in my life. When you think about what you’re grateful for in your life, what comes to mind first?

Do YOU come to mind?

I want to talk about specifically about self-appreciation. One of the main components of self-appreciation is attention, which we have talked a lot about here. I have shared how paying attention to ourselves and paying attention to our minds and what goes on in our minds is critical to our physical and emotional self-care. It is also key and so important when it comes to self-appreciation.

The word appreciation means recognize the full worth of, and when I think about how we most often use the word appreciation, it’s usually to talk about how we appreciate other people and how we appreciate things other people do. I also think about it in terms of the value of a home or the value of money- when you invest it wisely, it appreciates in value. I believe that's true for us as well. When we invest in ourselves, we appreciate, which means we grow in value. One way to do this is to take time to appreciate ourselves daily.

Think about when you're buying a new car. Your goal would be that you want to love and appreciate that car. So, you likely take a lot of time paying attention to the car before you buy it. You pay attention to the detail of the exterior and the interior. You pay attention to the gas mileage and the radio. You inspect and pay attention to the engine under the hood and the space in the trunk. You take it for one, maybe more test drives, to make sure it’s all working right and that you like the way it drives. You pay attention to what’s valuable about the car- that's how you end up appreciating it enough to buy it.

That's what I want to suggest you do with yourselves, is that you do an inspection and you take some time to find and pay attention to the things that you really love and appreciate about yourself. Find the things that make you valuable.

When I talk to my clients about this type of self-care, I ask them to write down 12 things they appreciate about themselves. For some clients, they find it incredibly challenging, because they tend to spend more time thinking about the things they don’t appreciate about themselves, but this forces them to slow down enough to acknowledge and notice the things that they really appreciate about themselves.

To focus on those things and pay close attention to them, it allows us to grow in those areas and experience even more abundance in that part of ourselves.

Grab a piece of paper and write 12 things down that you appreciate about yourself. Think about this exercise as a process. (If this is really challenging for you, try starting on little things that you can appreciate about yourself. For example, the fact that you have a mind that can think and a body that can walk, that is valuable. Focus on things like that and then try to get a bit deeper.)

Here are some deeper examples:

 • I appreciate that I am a good mother.
 • I appreciate that I love learning.
 • I appreciate that I am tenacious.
 • I appreciate that I take my dogs on a walk to the beach each day.
 • I appreciate that I fuel my body with good food.
 • I appreciate that I am an adventurous, my love for travel and to know different cultures.
 • I appreciate my sense of humor.
 • I appreciate that I am a trusted friend.

These are beautiful examples that we should feel proud of, but I think a lot of times we feel like if we take time to appreciate ourselves that we're somehow being arrogant or that we're bragging. But taking a moment daily to acknowledge ourselves and pay attention enough, to do that inspection, and appreciate ourselves, it really is a form of self-love and taking care of ourselves.

You do not have to share this list with anybody, but I really encourage you to do it for yourself. Give yourself that moment of appreciation and acknowledgment. What is it that you value about yourself?

What I have noticed will happen, is that the things you appreciate and acknowledge in yourself are the things that will appreciate! In other words, they are the areas that will develop and grow!

We tend to want to spend our time thinking about the things we don’t appreciate about ourselves, that we don’t like about ourselves…we spend so much time constantly trying to fix all of those things. Instead, I am recommending that you direct your energy toward thinking about things that make you feel good.

When you build the muscle to think about the positive things about yourself rather than the negative, you’ll find that you can make an immediate shift in energy with a simple switch of your thoughts. The more you are able to direct your mind, tell it what to focus on, even in small ways, the more powerful you will be as a manager of your mind. In addition, the more you appreciate things about yourself, the better you feel about yourself! You are not just directing your mind, but you’re also directing your mind to appreciate yourself, which is a form of self-care that is often neglected.

And what you’re thinking about, will be your results! This is the way toward self-love and self-compassion, therefore living a fulfilled and joyful life!

 Please tell me one thing in the comments that you appreciate about yourself!