1 mínútna lesning
Tuttugu augnablik . Tuttugu faðmlög. Tuttugu samtöl.
Tíminn er ein af okkar dýrmætustu auðlindum.
Við getum ekki geymt hann, endurheimt hann eða keypt okkur meira af honum. Og samt tökum við honum oft sem sjálfsögðum hlut.
Við höldum að við eigum nóg af tíma… en hvað ef við setjum hann upp í einfalt reikningsdæmi?
• Þú hittir einhvern sem þér þykir vænt um tvisvar á ári
• Og viðkomandi á mögulega 10 ár eftir
• Þá munt þú aðeins hitta viðkomandi 20 sinnum í viðbót.
Tuttugu augnablik. Tuttugu faðmlög. Tuttugu samtöl.
Það hljómar allt í einu ekki svo mikið, er það?
Við eigum það til að fresta og hugsa: „Ég geri það seinna.“
En sannleikurinn er sá að tíminn heldur áfram – hvort sem við nýtum hann eður ei.
Seinna verður að dögum, dagar að vikum, og áður en við vitum af hafa árin liðið.
Í staðinn fyrir að segja „Ég hef samband seinna” - hafðu samband í dag.
Hringdu, sendu skilaboð, skipuleggðu hitting – því tíminn okkar er ekki endalaus.
✨ Við hvern ætlar þú að hafa samband í dag?
Skráðu þig og fáðu Magasínið með Lindu Pé sent ókeypis á netfangið þitt á sunnudögum. Linda deilir með þér uppáhalds efninu sínu tengdu lífstíl, heilsu, fegurð, ferðalögum o.fl