1 min read

Vatnslosandi heilsudrykkur
Losum okkur við bólgur og bjúg


Margar okkar eru oft að glíma við bólgur og bjúg. Til þess að koma í veg fyrir bjúgmyndun verðum við að vera vissar um að fá nægt prótín því bjúgmyndun stafar oft af prótínskorti. Við getum líka hjálpað líkamanum með vatnslosandi drykkjum eins og þessum. Græna teið, agúrkan, sítrónan og steinseljan virka vatnslosandi á líkamann og ananas, sem við notum til að gera drykkinn bragðbetri, inniheldur brómulín sem er bólgueyðandi og líka vatnslosandi á sama tíma.

UPPSKRIFT

1/2 glas grænt te

1/2 agúrka 

1/2 sítróna afhýdd

handfylli frosinn ananas

handfylli fersk steinselja 
 

Aðferð: Settu allt saman í blandara og hrærðu þar til silkimjúkt. Þú getur líka gert uppskriftina tvöfalda og geymt til næsta dags eða fryst.