1 min read
Bakað blómkál með jómfrúarólífuolíu og karríkryddi
Ferskar kryddjurtir og krydd gefa matnum ekki aðeins gríðarlega mikið bragð heldur geta þær einnig búið yfir talsverðri næringu. Engifer og túrmerik eru bæði öflug bólgueyðandi lyf og broddkúmen er talið getað spornað við krabbameini.
Fyrir 6
1 stór blómkálshaus
Salt og nýmalaður svartur pipar
2 matskeiðar rifinn, ferskur engifer
1 tsk malað broddkúmen
½ tsk malað túrmerik
Lítil handfylli af ferskum, söxuðum kóríander til að skreyta
Hitið ofninn í 200°C.
Snyrtið stilkinn á blómkálinu. Notaðu stóran hníf og skerðu blómkálið frá toppi til táar í þrjár ca. 2 cm breiðar „steikur“ (það falla yfirleitt einhverjir bitar af blómkálinu og ég steiki þá líka eða geymi í aðra uppskrift).
Kryddið hverja steik með salti og pipar á báðum hliðum og raðið þeim á bökunarpappír. Blandið saman ólífuolíu, engifer, broddkúmeni og túrmerik í litla skál. Penslið blómkálið með blöndunni.
Bakið blómkálssteikurnar þar til þær eru mjúkar, eða í um 15 mínútur, og snúið þeim þegar um helmingur tímans er liðinn svo þær verði gullinbrúnar á hvorri hlið. Skreytið með kóríander og berið fram.
Join Linda´s Letter for free. Be the first to know + You get my Green Smoothie recipe now!