1 min read

Bananabitar

Þetta er sérstaklega auðveld uppskrift að hollu nammi sem skemmtilegt er að búa til með börnum. 


Innihald

1-2 bananar

hnetusmjör, möndlusmjör eða súkkulaðihummus

100 g dökkt súkkulaði (70% eða dekkra)

Aðferð

Skerðu banana í þunnar (ca 1/2 cm)  sneiðar og raðaðu þeim á bökunarpappír á disk eða annað sem auðvelt er að setja í frysti. Settu smávegis af gæða hnetusmjöri, möndlusmjöri eða súkkulaðihummus ofan á sneiðarnar. Settu síðan aðra bananasneið ofan á og búðu til litlar „bananasamlokur“. Frystu í 30 mínútur eða lengur.

Næstu skaltu bræða dökkt súkkulaði (70% eða dekkra) yfir gufu. Dýfðu bananabitunum ofan í bráðnað súkkulaðið og settu aftur á bökunarpappírinn. Það er gaman að skreyta bitana aðeins með kókós, gojiberjum eða öðru „gotteríi“ og settu svo aftur inn í frysti. Taktu bananabitana út nokkrum mínútum áður en á að borða þá.

 

Magasínið með Lindu Pé kemur á netfang áskrifenda á sunnudögum. Áskrift er ókeypis,smelltu hér til að skrá þigsvo þú missir ekki af næsta Magasíni.